Alfreð Gíslason kemur fyrirliða sínum til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. janúar 2021 15:31 Alfreð Gíslason og Uwe Gensheimer eru í fararbroddi sem þjálfari og fyrirliði þýska landsliðsins. Samsett/EPA Uwe Gensheimer hefur lengi verið í hópi bestu hornamanna heims og því hefur óvænt gagnrýni á hann komið mörgum á óvart. Þýska handboltalandsliðið náði „bara“ tólfta sæti á HM í Egyptalandi og er ekki meðal þeirra átta þjóða sem eiga ennþá möguleika á heimsmeistaratitlinum. Þetta var fyrsta stórmót Alfreðs Gíslasonar með liðið. Árangur þýska landsliðsins olli vonbrigðum enda var liðið í fimmta sæti á EM í fyrra og í fjórða sæti á HM fyrir tveimur árum síðan. Sá sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni er fyrirliði liðsins, vinstri hornamaðurinn Uwe Gensheimer. Der DHB und @UweGensheimer wehren sich gegen externe Kritik! Wir stehen hinter dir, Uwe, und sind stolz auf unseren Kapitän! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball https://t.co/dWr1Ry5ufU— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 24, 2021 Alfreð Gíslason kom fyrirliða sínum til varnar. „Uwe hefur spilað vel hingað til. Hann klikkaði á skotum á móti Úrúgvæ en að öðru leiti þá spilaði hann vel,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Kicker á hóteli í Kaíró. Alfreð ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Uwe Gensheimer. „Nei alls ekki. Þvert á móti þá hefur hann skilað fyrirliðahlutverkinu mjög vel. Það er enginn í liðinu sem efast um hann,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk úr 21 skoti á mótinu en hann spilaði fimm leiki og í 3 klukkutíma og rúmar 22 mínútur. Gensheimer nýtti 67 prósent skota sinna en klikkaði á eina víti sínu. Fimm af fjórtán mörkum hans komu úr hraðaupphlaupum og fimm komu úr horninu. Kai Häfner hefur einnig komið fyrirliða sínum til varnar. Guten Morgen ein letztes Mal aus Kairo! Nicht der WM-Abschluss, den wir uns gewünscht haben! Der Fotorückblick zur Partie gegen Polen ! #POLGER #WIRIHRALLE _ _ Der WM-Rückblick heute Abend ab 20.15 Uhr bei #DHBspotlight live auf Facebook und YouTube pic.twitter.com/Ig2rT2laaw— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 26, 2021 „Það er engin ástæða fyrir slíkri gagnrýni. Hann er hefur fullt traust okkar sem fyrirliði og skilar hlutverki sínu frábærlega. Að mínu meti þá er Uwe besti vinstri hornamaður í heimi og ég get ekki séð fyrir mér betri fyrirliða fyrir okkur. Ég skil því ekki þessa gagnrýni,“ sagði Kai Häfner. Uwe Gensheimer sjálfur hló líka að gagnrýninni en hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður þýska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég veit ekki hvort að þetta komi til vegna þess með hvaða félagsliði ég spila. Stundum er mikil öfund og óvild í gangi. Ég hef þá tilfinningu,“ sagði Uwe Gensheimer og kvartaði yfir því að fá ekki nógu mikið af boltum út í hornið. „Það sem hann sagði um að hann væri ekki að fá nógu mikið af boltum út í vinstri hornið er rétt. Ég talið um það sjálfur,“ sagði Alfreð. HM 2021 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Þýska handboltalandsliðið náði „bara“ tólfta sæti á HM í Egyptalandi og er ekki meðal þeirra átta þjóða sem eiga ennþá möguleika á heimsmeistaratitlinum. Þetta var fyrsta stórmót Alfreðs Gíslasonar með liðið. Árangur þýska landsliðsins olli vonbrigðum enda var liðið í fimmta sæti á EM í fyrra og í fjórða sæti á HM fyrir tveimur árum síðan. Sá sem hefur fengið hvað mesta gagnrýni er fyrirliði liðsins, vinstri hornamaðurinn Uwe Gensheimer. Der DHB und @UweGensheimer wehren sich gegen externe Kritik! Wir stehen hinter dir, Uwe, und sind stolz auf unseren Kapitän! #WIRIHRALLE #aufgehtsDHB #Handball https://t.co/dWr1Ry5ufU— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 24, 2021 Alfreð Gíslason kom fyrirliða sínum til varnar. „Uwe hefur spilað vel hingað til. Hann klikkaði á skotum á móti Úrúgvæ en að öðru leiti þá spilaði hann vel,“ sagði Alfreð Gíslason í viðtali við Kicker á hóteli í Kaíró. Alfreð ætlar ekki að taka fyrirliðabandið af Uwe Gensheimer. „Nei alls ekki. Þvert á móti þá hefur hann skilað fyrirliðahlutverkinu mjög vel. Það er enginn í liðinu sem efast um hann,“ sagði Alfreð. Uwe Gensheimer skoraði 14 mörk úr 21 skoti á mótinu en hann spilaði fimm leiki og í 3 klukkutíma og rúmar 22 mínútur. Gensheimer nýtti 67 prósent skota sinna en klikkaði á eina víti sínu. Fimm af fjórtán mörkum hans komu úr hraðaupphlaupum og fimm komu úr horninu. Kai Häfner hefur einnig komið fyrirliða sínum til varnar. Guten Morgen ein letztes Mal aus Kairo! Nicht der WM-Abschluss, den wir uns gewünscht haben! Der Fotorückblick zur Partie gegen Polen ! #POLGER #WIRIHRALLE _ _ Der WM-Rückblick heute Abend ab 20.15 Uhr bei #DHBspotlight live auf Facebook und YouTube pic.twitter.com/Ig2rT2laaw— DHB_Nationalteams (@DHB_Teams) January 26, 2021 „Það er engin ástæða fyrir slíkri gagnrýni. Hann er hefur fullt traust okkar sem fyrirliði og skilar hlutverki sínu frábærlega. Að mínu meti þá er Uwe besti vinstri hornamaður í heimi og ég get ekki séð fyrir mér betri fyrirliða fyrir okkur. Ég skil því ekki þessa gagnrýni,“ sagði Kai Häfner. Uwe Gensheimer sjálfur hló líka að gagnrýninni en hann endaði sem fimmti markahæsti leikmaður þýska liðsins á heimsmeistaramótinu. „Ég veit ekki hvort að þetta komi til vegna þess með hvaða félagsliði ég spila. Stundum er mikil öfund og óvild í gangi. Ég hef þá tilfinningu,“ sagði Uwe Gensheimer og kvartaði yfir því að fá ekki nógu mikið af boltum út í hornið. „Það sem hann sagði um að hann væri ekki að fá nógu mikið af boltum út í vinstri hornið er rétt. Ég talið um það sjálfur,“ sagði Alfreð.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira