Seyðisfjarðarplaylisti Sexy Lazer Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 29. janúar 2021 14:56 Jón Atli hefur komið víða við í tónlistarsköpun sinni, t.a.m. sem hluti sveitanna Human Woman, The Mansisters og Hairdoctor. Rasmus Littauer Verkefninu Saman fyrir Seyðisfjörð var nýverið hrundið af stað til að vekja athygli á harmleiknum sem þar ríkir í kjölfar aurskriðna sem féllu á bæinn á síðustu vikum. Tónlistarmaðurinn Jón Atli Helgason, eða Sexy Lazer, gerði sérstakan lagalista fyrir verkefnið, sem kemur í stað föstudagsplaylista þessa vikuna. Nokkrir velunnarar Seyðisfjarðar standa fyrir verkefninu, en í því taka Rauði krossinn og fjöldi þekktra listamanna höndum saman. Dagana 25.-31. janúar stendur yfir rafræn listahátíð á heimasíðu verkefnisins samanfyrirseydisfjord.info og má nálgast framlög listamannanna þar á meðan, eða þar til á sunnudaginn. Hægt er að styrkja samfélagið á Seyðisfirði um 2900 krónur með því að senda skilaboðin HJALP í númerið 1900, eða inni á þessari síðu. Framlag hárlæknisins og -tæknisins knáa Jóns Atla, sem þeytir skífum og gerir músík undir nafninu Sexy Lazer samhliða hárskurðinum, var lagalisti sem hann setti saman fyrir Seyðisfjörð. Hann birtist upprunalega á vefsíðu verkefnisins og er titlaður „For Seydis“ Jón Atli segir að lagalistinn sé tilfinningalisti. „Búinn til fyrir þá sem standa í uppbyggingu Seyðisfjarðar. Kvíði, hlýja, reiði, von, tilhlökkun, vonleysi, söknuður, sorg og Á.S.T. (áunnin sönn tilfinning eins og Gabríella Friðriksdóttir segir).“ „Ég elska Seyðisfjörð og sendi mína hlýjustu strauma til allra þar og hlakka til að koma aftur í faðm fjarðar. KNÙS. Sexy Lazer.“ Á meðal þeirra sem taka þátt í listahátíðinni eru Ásgeir, GDRN, Bríet, systkinin sillus og Hermigervill í samstarfi, post-ballsveitin Bjartar Sveiflur, Sykur, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Samantha Shay & Andrew Thomas Huang, og margir fleiri. Enn er hægt að nálgast öll framlög listamanna sem birt hafa verið þessa vikuna, og eins og áður segir verður það einungis hægt þangað til á sunnudag. Föstudagsplaylistinn Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Nokkrir velunnarar Seyðisfjarðar standa fyrir verkefninu, en í því taka Rauði krossinn og fjöldi þekktra listamanna höndum saman. Dagana 25.-31. janúar stendur yfir rafræn listahátíð á heimasíðu verkefnisins samanfyrirseydisfjord.info og má nálgast framlög listamannanna þar á meðan, eða þar til á sunnudaginn. Hægt er að styrkja samfélagið á Seyðisfirði um 2900 krónur með því að senda skilaboðin HJALP í númerið 1900, eða inni á þessari síðu. Framlag hárlæknisins og -tæknisins knáa Jóns Atla, sem þeytir skífum og gerir músík undir nafninu Sexy Lazer samhliða hárskurðinum, var lagalisti sem hann setti saman fyrir Seyðisfjörð. Hann birtist upprunalega á vefsíðu verkefnisins og er titlaður „For Seydis“ Jón Atli segir að lagalistinn sé tilfinningalisti. „Búinn til fyrir þá sem standa í uppbyggingu Seyðisfjarðar. Kvíði, hlýja, reiði, von, tilhlökkun, vonleysi, söknuður, sorg og Á.S.T. (áunnin sönn tilfinning eins og Gabríella Friðriksdóttir segir).“ „Ég elska Seyðisfjörð og sendi mína hlýjustu strauma til allra þar og hlakka til að koma aftur í faðm fjarðar. KNÙS. Sexy Lazer.“ Á meðal þeirra sem taka þátt í listahátíðinni eru Ásgeir, GDRN, Bríet, systkinin sillus og Hermigervill í samstarfi, post-ballsveitin Bjartar Sveiflur, Sykur, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Samantha Shay & Andrew Thomas Huang, og margir fleiri. Enn er hægt að nálgast öll framlög listamanna sem birt hafa verið þessa vikuna, og eins og áður segir verður það einungis hægt þangað til á sunnudag.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Edda og Sverrir hrepptu Gullbjölluna Bíó og sjónvarp Walking Dead-leikkona látin Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira