Auka­spyrnu­snilli Messi og Gri­ezmann tryggðu Bar­ca sigur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Messi þrumaði þessum í netið.
Messi þrumaði þessum í netið. Alex Caparros/Getty Images

Barcelona er í öðru sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Atletico Madrid, eftir 2-1 sigur á Athletic Bilbao í kvöld.

Það var Lionel Messi sem skoraði fyrsta markið. Það skoraði hann úr frábærri aukaspyrnu á tuttugustu mínútu.

Þannig stóðu leikar í hálfleik en Jordi Alba varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á fjórðu mínútu síðari hálfleiks og allt jafnt.

Frakkinn Antoine Griezmann tryggði Barcelona hins vegar sigurinn ellefu mínútum fyrir leikslok.

Barcelona er í öðru sætinu með fjörutíu stig, tíu stigum á eftir Atletico Madrid, sem á þó leik til góða.

Athletic Bilbao er í ellefta sætinu með 24 stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira