RAX Augnablik: „Maður var farinn að halda að maður væri gjörsamlega klikkaður“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. janúar 2021 07:00 Ragnar Axelsson ljósmyndari hefur gaman að því að sjá andlit, dýr og annað í útlínum og sprungum íslensku jöklanna. RAX Ragnar Axelsson ljósmyndari ólst upp við jöklana. Síðustu áratugi hefur hann flogið ótal ferðir yfir jökla landsins og náð þar stórkostlegum myndum. Hann segir frá þeim í þessum nýja þætti af RAX Augnablik. „Ég ólst upp undir jökli og mældi jökla sem krakki og fór á hestbaki yfir jökulá að mæla tíu ára gamall. Þú yrðir tekinn af foreldrum þínum í dag ef þú gerðir þetta. Ég var bara í indíánaleik, þetta var bara ævintýri,“ segir RAX um fyrstu kynni sín af jöklunum. „Jöklar fyrir mér eru alveg stórkostlegt fyrirbæri.“ Eins og í bíómynd Ljósmyndarinn hefur einstaklega gaman að því að sjá andlit, dýr og annað í útlínum, skuggum og sprungum íslensku jöklanna. „Þegar ég sá jöklana og Jökulsárlónið í fyrsta skipti, þá var eins og þetta væri einhver lifandi vera.“ RAX endaði á að gera heila bók tileinkaða jöklum, hans óður til íslensku jöklanna sem eru að bráðna. „Þegar maður flýgur yfir jökulinn í svona lágri birtu þá sér maður hvernig skuggarnir verða langir og formin falleg og þá er eins og það er eins og það sé dreki eða ormur að brjótast upp. Það eru alls konar ævintýri í jöklinum sem eru svo heillandi við hann ef maður fer svona með því hugarfari eins og maður sé að fara í bíómynd.“ Hann viðurkennir að hafa haldið um tíma að hann væri að verða klikkaður, þegar hann sá allar verurnar í jöklunum en ferðafélagar hans í flugvélinni sáu það ekki. Hér fyrir neðan má heyra frásögnina í heild sinni. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Jöklar Íslands er um sex mínútur. Í þættinum segir hann meðal annars frá því þegar hann týndi Ómari Ragnarssyni í augnablik, leitinni að forsíðumyndinni á bókina Jöklar og drekanum sem hann fann í einni af flugferðunum sínum. Klippa: RAX Augnablik - Íslensku jöklarnir Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01 „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég ólst upp undir jökli og mældi jökla sem krakki og fór á hestbaki yfir jökulá að mæla tíu ára gamall. Þú yrðir tekinn af foreldrum þínum í dag ef þú gerðir þetta. Ég var bara í indíánaleik, þetta var bara ævintýri,“ segir RAX um fyrstu kynni sín af jöklunum. „Jöklar fyrir mér eru alveg stórkostlegt fyrirbæri.“ Eins og í bíómynd Ljósmyndarinn hefur einstaklega gaman að því að sjá andlit, dýr og annað í útlínum, skuggum og sprungum íslensku jöklanna. „Þegar ég sá jöklana og Jökulsárlónið í fyrsta skipti, þá var eins og þetta væri einhver lifandi vera.“ RAX endaði á að gera heila bók tileinkaða jöklum, hans óður til íslensku jöklanna sem eru að bráðna. „Þegar maður flýgur yfir jökulinn í svona lágri birtu þá sér maður hvernig skuggarnir verða langir og formin falleg og þá er eins og það er eins og það sé dreki eða ormur að brjótast upp. Það eru alls konar ævintýri í jöklinum sem eru svo heillandi við hann ef maður fer svona með því hugarfari eins og maður sé að fara í bíómynd.“ Hann viðurkennir að hafa haldið um tíma að hann væri að verða klikkaður, þegar hann sá allar verurnar í jöklunum en ferðafélagar hans í flugvélinni sáu það ekki. Hér fyrir neðan má heyra frásögnina í heild sinni. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Jöklar Íslands er um sex mínútur. Í þættinum segir hann meðal annars frá því þegar hann týndi Ómari Ragnarssyni í augnablik, leitinni að forsíðumyndinni á bókina Jöklar og drekanum sem hann fann í einni af flugferðunum sínum. Klippa: RAX Augnablik - Íslensku jöklarnir Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Vatnajökulsþjóðgarður Tengdar fréttir „Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01 RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01 „Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég vil ekki vera að predika neitt en vil leyfa fólki að hugsa og horfa“ Í dag opnar sýningin Þar sem heimurinn bráðnar eftir Ragnar Axelsson í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Sýningin opnar klukkan tíu en engin formleg opnun var að þessu sinni vegna fjöldatakmarkana. 30. janúar 2021 09:01
RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. 24. janúar 2021 07:01
„Ég var alveg viss um að ég myndi deyja næst“ „Mér líður alveg bærilega en þetta er búið að taka ótrúlega langan tíma,“ segir Pétur Reynisson, sem nýlega lauk endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19 eftirkasta. Pétur missti báða foreldra sína í vegna Covid-19 og voru þau fyrst til að falla frá vegna faraldursins hér á landi. 23. janúar 2021 07:00