Í beinni: RIG Digital motorsport Anton Ingi Leifsson skrifar 30. janúar 2021 17:30 Í beinni um helgina. rig/skjáskot Nú um helgina er haldið digital kappakstursmót sem hluti af Reykjavík International Games íþróttahátíðinni #RIG21. Keppnin fer fram í gegnum netið og notast er við hermikappaksturs forritið iRacing. Margir af fremstu akstursíþróttamönnum landsins taka þátt, þar á meðal ríkjandi íslandsmeistari í Rallakstri 2020 Gunnar Karl Jóhannesson, og fyrrum formúlu 3 ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson. Gert er ráð fyrir þátttöku nokkurra erlendra ökumanna. Um er að ræða tvær 60 mín keppnir, ein á laugardag og önnur á sunnudag. Keppnin á laugardag er haldin á Le Mans brautinni í Frakklandi og ekið er á LMP2 bílum. Sunnudags-keppnin er keyrð á Mözdu MX5 bílum og óvenjuleg að því leyti að enginn ökumaður veit hvaða braut er ekið fyrr en æfing hefst á sunnudag. Teningi er kastað og ein braut af 6 mögulegum stuttum brautum er valin. Sunnudagskeppninni er skipt í tvær 30 mín umferðir, og seinni keppni hefst í öfugri rásröð miðað við úrslit fyrri umferðar. Æfingar hefjast báða daga kl. 16.00 og kappakstur á slaginu 18.00. Um Digital-Mótorsport Digital mótorsport, eða Hermikappakstur, er stafrænt form af kappakstri þar sem ekið er eftir alvöru brautum og bílum sem hafa verið settar í stafrænt form. Brautirnar eru flestar geisla-mældar svo að frávik frá smáatriðum brautarinnar eru innan við millimetra. Tækin sem notuð eru, eru hönnuð til að líkja eftir hegðun alvöru stýrisbúnaðar, bremsu og bensín pedala. Allt er gert til að stafrænn akstur líkist raun akstri sem mest. Margir af þekktustu ökumönnum okkar tíma taka nú þegar þátt í digital mótorsporti samhliða raunheimasportinu. Rafíþróttir Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Margir af fremstu akstursíþróttamönnum landsins taka þátt, þar á meðal ríkjandi íslandsmeistari í Rallakstri 2020 Gunnar Karl Jóhannesson, og fyrrum formúlu 3 ökumaðurinn Kristján Einar Kristjánsson. Gert er ráð fyrir þátttöku nokkurra erlendra ökumanna. Um er að ræða tvær 60 mín keppnir, ein á laugardag og önnur á sunnudag. Keppnin á laugardag er haldin á Le Mans brautinni í Frakklandi og ekið er á LMP2 bílum. Sunnudags-keppnin er keyrð á Mözdu MX5 bílum og óvenjuleg að því leyti að enginn ökumaður veit hvaða braut er ekið fyrr en æfing hefst á sunnudag. Teningi er kastað og ein braut af 6 mögulegum stuttum brautum er valin. Sunnudagskeppninni er skipt í tvær 30 mín umferðir, og seinni keppni hefst í öfugri rásröð miðað við úrslit fyrri umferðar. Æfingar hefjast báða daga kl. 16.00 og kappakstur á slaginu 18.00. Um Digital-Mótorsport Digital mótorsport, eða Hermikappakstur, er stafrænt form af kappakstri þar sem ekið er eftir alvöru brautum og bílum sem hafa verið settar í stafrænt form. Brautirnar eru flestar geisla-mældar svo að frávik frá smáatriðum brautarinnar eru innan við millimetra. Tækin sem notuð eru, eru hönnuð til að líkja eftir hegðun alvöru stýrisbúnaðar, bremsu og bensín pedala. Allt er gert til að stafrænn akstur líkist raun akstri sem mest. Margir af þekktustu ökumönnum okkar tíma taka nú þegar þátt í digital mótorsporti samhliða raunheimasportinu.
Rafíþróttir Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira