Handbolti.is greindi fyrst frá félagaskiptunum. Aftureldingu veitir ekki af liðsstyrk enda hefur meiðsladraugurinn gert liðinu ansi erfitt fyrir í vetur.
Guðmundur Bragi hefur farið mikinn með ungmennaliði Hauka í Grill 66-deildinni á tímabilinu. Hann hefur skorað 65 mörk í sex leikjum og er næstmarkahæstur í deildinni á eftir Kristjáni Orra Jóhannssyni, leikmanni Kríu, sem hefur skorað 74 mörk í sjö leikjum.
Guðmundur Bragi skoraði tólf mörk þegar Haukar U unnu Fram U, 26-22, á Ásvöllum í gær. Haukar U eru í 6. sæti Grill 66-deildarinnar með sex stig eftir sex leiki.
Næsti leikur Aftureldingar er einmitt gegn Haukum, í Mosfellsbænum, á miðvikudaginn.

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.