Sakaður um að gera sér upp meiðsli til að sleppa HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 11:30 Luka Cindric er lykilmaður í króatíska landsliðinu og Barcelona. epa/VALDRIN XHEMAJ Fyrrverandi sjúkraþjálfari króatíska karlalandsliðsins í handbolta segir að Luka Cindric, ein stærsta stjarna liðsins, hafi gert sér upp meiðsli á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Cindric, sem leikur með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona, féll úr skaftinu á HM vegna meiðsla. Damir Kajba, sem var sjúkraþjálfari Króatíu á HM, segir að ekkert hafi verið að Cindric. Eftir HM tók Hrvoje Horvat við króatíska landsliðinu af Lino Cervar. Horvat gerði breytingar á starfsliði landsliðsins og lét meðal annars Horvat fara sem sjúkraþjálfarinn var ósáttur við. Í viðtali við RTL lét hann gamminn geysa, sakaði Horvat um óvirðingu þegar hann lét hann fara og skaut svo föstum skotum að Cindric. In an interview with @RTLTelevizija the physiotherapist of the Croatian national team, Damir Kajba, who has been dismissed by the new head coach Hrvoje Horvat, states that Luka Cindric faked his injury at the WC and that Cindric had a really bad attitude.https://t.co/xYIf18dRA1— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 4, 2021 Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn sagði Kajba að einn leikmaður króatíska liðsins ætti ekki skilið að klæðast landsliðstreyjunni framar. Í viðtalinu við RTL sagði hann að umræddur leikmaður væri Cindric. „Hann er ekki mitt vandamál, hann er vandamál króatíska handknattleikssambandsins. Þegar þeir leysa það komast þeir aftur á toppinn. Þú getur ekki spilað með landsliðinu bara þegar þú vilt,“ sagði Kajba og tók dæmi um að menn á borð við Domagoj Duvnjak og Igor Karacic hefðu spilað þjáðir á HM. Kajba segir að Cindric hafi ekki verið meiddur fyrir HM og hafi ekki æft almennilega í aðdraganda mótsins. „Hann mætti til æfinga 1. janúar. Þegar þú horfðir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tókstu eftir því að hann hefði meiðst? Hann var kannski ekki upp á sitt besta en spilaði. Hann var heill þegar hann mætti en átti ekki tvær góðar æfingar. Hann rúllaði sér á dýnu, skoðaði símann sinn, teygði og sat á hjóli um stund,“ sagði Kajba og bætti við að Cindric hefði kennt sér meins í vináttuleik gegn Spáni fyrir HM. Cindric fór í kjölfarið í myndatöku en þar sást ekkert. Hann hafi sagst vera klár og ákveðið að fara til Egyptalands en hafi aðeins æft einu sinni fyrir fyrsta leik Króatíu á mótinu. Þar gerðu Króatar óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og strákana hans í Japan, 29-29. Cindric skoraði fjögur mörk úr tíu skotum í leiknum. Eftir leikinn gegn Japan sagðist Cindric ekki geta spilað meira. Hann fór heim til Zagreb og eftir nokkra daga til Barcelona. Kajba sagðist svo hafa fengið misvísandi upplýsingar frá læknum Barcelona, meðal annars á hvorum fætinum Cindric var meiddur. Á endanum sagði einn læknanna að Cindric væri meiddur á hægri fæti og yrði frá í fimmtán daga. Hann fór ekki aftur til Egyptalands þar sem Króatía endaði í 15. sæti sem er versti árangur liðsins á stórmóti í áraraðir. Cindric og félagar í Barcelona unnu útisigur á Veszprém, 34-37, í Meistaradeildinni í gær. Cindric skoraði fimm mörk líkt og Aron. HM 2021 í handbolta Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Cindric, sem leikur með Aroni Pálmarssyni hjá Barcelona, féll úr skaftinu á HM vegna meiðsla. Damir Kajba, sem var sjúkraþjálfari Króatíu á HM, segir að ekkert hafi verið að Cindric. Eftir HM tók Hrvoje Horvat við króatíska landsliðinu af Lino Cervar. Horvat gerði breytingar á starfsliði landsliðsins og lét meðal annars Horvat fara sem sjúkraþjálfarinn var ósáttur við. Í viðtali við RTL lét hann gamminn geysa, sakaði Horvat um óvirðingu þegar hann lét hann fara og skaut svo föstum skotum að Cindric. In an interview with @RTLTelevizija the physiotherapist of the Croatian national team, Damir Kajba, who has been dismissed by the new head coach Hrvoje Horvat, states that Luka Cindric faked his injury at the WC and that Cindric had a really bad attitude.https://t.co/xYIf18dRA1— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) February 4, 2021 Í færslu sem hann skrifaði á samfélagsmiðla eftir brottreksturinn sagði Kajba að einn leikmaður króatíska liðsins ætti ekki skilið að klæðast landsliðstreyjunni framar. Í viðtalinu við RTL sagði hann að umræddur leikmaður væri Cindric. „Hann er ekki mitt vandamál, hann er vandamál króatíska handknattleikssambandsins. Þegar þeir leysa það komast þeir aftur á toppinn. Þú getur ekki spilað með landsliðinu bara þegar þú vilt,“ sagði Kajba og tók dæmi um að menn á borð við Domagoj Duvnjak og Igor Karacic hefðu spilað þjáðir á HM. Kajba segir að Cindric hafi ekki verið meiddur fyrir HM og hafi ekki æft almennilega í aðdraganda mótsins. „Hann mætti til æfinga 1. janúar. Þegar þú horfðir á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu tókstu eftir því að hann hefði meiðst? Hann var kannski ekki upp á sitt besta en spilaði. Hann var heill þegar hann mætti en átti ekki tvær góðar æfingar. Hann rúllaði sér á dýnu, skoðaði símann sinn, teygði og sat á hjóli um stund,“ sagði Kajba og bætti við að Cindric hefði kennt sér meins í vináttuleik gegn Spáni fyrir HM. Cindric fór í kjölfarið í myndatöku en þar sást ekkert. Hann hafi sagst vera klár og ákveðið að fara til Egyptalands en hafi aðeins æft einu sinni fyrir fyrsta leik Króatíu á mótinu. Þar gerðu Króatar óvænt jafntefli við Dag Sigurðsson og strákana hans í Japan, 29-29. Cindric skoraði fjögur mörk úr tíu skotum í leiknum. Eftir leikinn gegn Japan sagðist Cindric ekki geta spilað meira. Hann fór heim til Zagreb og eftir nokkra daga til Barcelona. Kajba sagðist svo hafa fengið misvísandi upplýsingar frá læknum Barcelona, meðal annars á hvorum fætinum Cindric var meiddur. Á endanum sagði einn læknanna að Cindric væri meiddur á hægri fæti og yrði frá í fimmtán daga. Hann fór ekki aftur til Egyptalands þar sem Króatía endaði í 15. sæti sem er versti árangur liðsins á stórmóti í áraraðir. Cindric og félagar í Barcelona unnu útisigur á Veszprém, 34-37, í Meistaradeildinni í gær. Cindric skoraði fimm mörk líkt og Aron.
HM 2021 í handbolta Spænski handboltinn Tengdar fréttir Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Aron með fimm mörk í sterkum sigri Barcelona Aron Pálmarsson var við hestaheilsu er Barcelona vann þriggja marka sigur á hans gömlu félögum í Veszprém, 37-34, í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 4. febrúar 2021 21:31