Aukakastið sem leiddi til vítisins umdeilda ranglega tekið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. febrúar 2021 13:01 Eins og sést steig Daði Jónsson á punktalínuna þegar hann tók aukakastið. stöð 2 sport Að sjálfsögðu var farið yfir vítakastið umdeilda sem var dæmt í blálokin á leik FH og KA í Olís-deild karla í Seinni bylgjunni í gær. Eftir mikla reikistefnu dæmdu dómarar leiksins, þeir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, vítakast á FH þegar leiktíminn var runninn út. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA úr vítinu, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Vandamálið var að aukakastið var ekki tekið á réttum stað, fyrir utan punktalínuna. „Sjáiði, hann stígur á línuna. Það þýðir ólöglega framkvæmt aukakast,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Með öðrum orðum, þeir gátu ekki dæmt víti þarna. Ef þeir hefðu fylgt öllu rétt hefðu þeir átt að láta endurtaka aukakastið.“ Klippa: Seinni bylgjan - Vítadómurinn umdeildi Bjarni Fritzsyni fannst skrítið að Daði hefði náð að taka aukakastið jafn snöggt og hann gerði. „Mér finnst sérstakt að hann nái að taka aukakastið strax því hann var teikaður. Ég set spurningarmerki við að það hefði ekki átt að vera tvær mínútur og stoppa tímann. Það hefði verið eðlilegur dómur og þá hefðu þeir fengið tvær sekúndur eða svo til að klára. En Daði reif sig upp og var klókur,“ sagði Bjarni og bætti við að viðbrögð FH-inga, að reyna að verja skot Daða, hafi verið ósjálfráð og eðlileg. Henry Birgir sagði að þeir Gunnar Óli og Bjarki hafi dæmt leikinn afar vel í 59 mínútur, eða fyrir utan vítadóminn undir lokin. „Það er ömurlegt að lenda í þessu í restina en við verðum að gefa þeim það að þeir stóðu sig mjög vel,“ sagði Henry Birgir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla FH KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02 Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Eftir mikla reikistefnu dæmdu dómarar leiksins, þeir Gunnar Óli Gústafsson og Bjarki Bóasson, vítakast á FH þegar leiktíminn var runninn út. Andri Snær Stefánsson skoraði jöfnunarmark KA úr vítinu, 31-31. Vítið var dæmt á Einar Rafn Eiðsson fyrir að verja skot Daða Jónssonar beint úr aukakasti. Vandamálið var að aukakastið var ekki tekið á réttum stað, fyrir utan punktalínuna. „Sjáiði, hann stígur á línuna. Það þýðir ólöglega framkvæmt aukakast,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni. „Með öðrum orðum, þeir gátu ekki dæmt víti þarna. Ef þeir hefðu fylgt öllu rétt hefðu þeir átt að láta endurtaka aukakastið.“ Klippa: Seinni bylgjan - Vítadómurinn umdeildi Bjarni Fritzsyni fannst skrítið að Daði hefði náð að taka aukakastið jafn snöggt og hann gerði. „Mér finnst sérstakt að hann nái að taka aukakastið strax því hann var teikaður. Ég set spurningarmerki við að það hefði ekki átt að vera tvær mínútur og stoppa tímann. Það hefði verið eðlilegur dómur og þá hefðu þeir fengið tvær sekúndur eða svo til að klára. En Daði reif sig upp og var klókur,“ sagði Bjarni og bætti við að viðbrögð FH-inga, að reyna að verja skot Daða, hafi verið ósjálfráð og eðlileg. Henry Birgir sagði að þeir Gunnar Óli og Bjarki hafi dæmt leikinn afar vel í 59 mínútur, eða fyrir utan vítadóminn undir lokin. „Það er ömurlegt að lenda í þessu í restina en við verðum að gefa þeim það að þeir stóðu sig mjög vel,“ sagði Henry Birgir. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla FH KA Seinni bylgjan Tengdar fréttir Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02 Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57 Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Sjáðu vítadóminn sem FH-ingar voru svo reiðir yfir FH-ingar voru langt frá því að vera sáttir með vítið sem var dæmt á þá undir lok leiksins gegn KA-mönnum í Olís-deildinni í gær. 4. febrúar 2021 15:02
Sigursteinn: Best að ég tjái mig sem minnst Það er óhætt að segja að dramatíkin hafi verið allsráðandi í Kaplakrika þegar FH og KA gerðu 31-31 jafntefli í Olísdeild karla í handbolta. KA jafnaði metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og voru FH-ingar æfir yfir þeim örlagaríka vítadómi. Sigursteinn Arndal er þjálfari FH og hann var augljóslega ekki sáttur eftir leik. 3. febrúar 2021 22:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - KA 31-31 | Allt á suðupunkti í Krikanum FH og KA skildu jöfn 31-31 þegar liðin mættust í Kaplakrika í sjöundu umferð Olísdeildar karla í handbolta . KA jafnaði metin úr umdeildu vítakasti þegar leiktíminn var liðinn og allt gjörsamlega á suðupunkti í Krikanum. 3. febrúar 2021 20:57