Aron: Ánægður með frammistöðuna í síðari hálfleik Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. febrúar 2021 17:46 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar þeir unnu góðan sigur á Fram í 8. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Lokatölur 34-28. ,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum. Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
,,Ég er ánægður með sigurinn og ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Mér fannst vörnin þéttari í seinni hálfleik, mér fannst við vera að fá okkur svolítið ódýr mörk í fyrri hálfleik. Eftir svona 5-6 mínútur í seinni hálfleik þá fór vörnin að virka mjög vel og við fáum hraðaupphlaup í kjölfarið,“ sagði Aron í leikslok. ,,Mér fannst sóknarleikurinn beittur meira og minna allan leikinn og við vorum aðeins í byrjun seinni hálfleiks að klikka á dauðafærum en hinsvegar vorum við að skapa okkur fín færi og skytturnar að spila vel.“ Andri Sigmarsson Scheving kom inn í mark Hauka í staðinn fyrir Björgvin Pál sem var ekki alveg að finna sig í dag enda vörn Hauka ekki upp á marga fiska í byrjun. Andri gerði sér lítið fyrir og var með 40% markvörslu og varði tvö víti. ,,Þetta er markmannsteymi og þeir eru báðir sterkir. Andri stóð sig mjög vel á undirbúningstímabilinu og í fyrstu leikjunum. Svo átti Bjöggi nokkra góða leiki og Andri var bara klár. Eins og í dag, Bjöggi byrjar ekki nægilega vel og varnarleikurinn líka, þeir voru flatir varnarlega. Þessi samvinna milli varnar og markvörslu var ekki til staðar í byrjun. Andri kemur þá sterkur inn og varði mjög vel í seinni.“ Fyrr í vetur var Aron spurður út í Geir Guðmundsson sem virtist ekki vera að finna sig í sóknarleik Hauka en hefur verið að springa út eftir pásuna. ,,Það eru búnar að vera framfarir, hann þurfti að finna sig betur í okkar leik og við að finna hann betur og slípa hann til. Hann var kannski búin að vera í smá erfiðleikum í Frakklandi með leiktíma o.s.frv. Menn þurfa oft smá tíma til að komast í gang og finna sjálfan sig aftur.“ Það verður sannkallaður Hafnarfjarðarslagur í næstu umferð þegar að Haukar sækja FH heim í Kaplakrika, mánudaginn 15. febrúar ,,Það verður hörkuleikur, FH-ingarnir eru með mjög gott lið og það er markmið að vera klárir og vinna næsta leik,“ sagði Aron að lokum.
Olís-deild karla Haukar Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00 Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikir í Bestu, enski boltinn rúllar og DocZone fylgist með öllu Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Fram 34-28 | Haukar keyrðu yfir Fram í síðari hálfleik Haukar unnu öruggan sigur á Fram í Olís-deild karla að Ásvöllum í dag. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 17:00