„Mál Britney Cots er á borði HSÍ” Andri Már Eggertsson skrifar 13. febrúar 2021 15:54 Brittney í leiknum gegn Haukum í dag. Þar náði hún sér alls ekki á strik og skoraði einungs þrjú mörk úr tólf skotum. vísir/hulda margrét Haukar gengu frá FH í nágrannaslag í Hafnafirði í dag. Haukar tóku frumkvæði strax í upphafi leiks og litu aldrei um öxl eftir það. Lokatölur 33-19. Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, var svekktur í leikslok. „Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur. Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því. „Í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.” Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cots leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum. „Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.” „Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.” Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50 Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
„Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur. Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því. „Í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.” Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cots leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum. „Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.” „Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.” Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50 Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Leik lokið: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka. 13. febrúar 2021 15:50
Í áfalli eftir að þjálfari ÍBV stjakaði við henni Britney Cots, leikmaður handboltaliðs FH, var afar ósátt við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, eftir að hann stjakaði við henni í leik liðanna í Olís-deildinni 30. janúar. 12. febrúar 2021 11:30