Gerði helling fyrir Dag að enda fyrir ofan Ísland á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 11:00 Næsta verkefni Dags með japanska landsliðið eru Ólympíuleikarnir á heimavelli. epa/Anne-Christine Poujoulat Dagur Sigurðsson er ánægður með árangur Japans á HM 2021 í Egyptalandi og segir að það hafi verið sætt að enda fyrir ofan Ísland á mótinu. Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu. HM 2021 í handbolta Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Japanir lentu í 19. sæti á HM, einu sæti ofar en Íslendingar. Japan gerði meðal annars jafntefli við sterkt lið Króatíu í fyrsta leik sínum á mótinu. Í viðtali við RÚV kvaðst Dagur afar sáttur með frammistöðu japanska liðsins á HM. „Mér fannst það ganga frábærlega. Ég var rosalega ánægður með liðið. Ég var svo ánægður með að það var enginn slakur leikur. Það gerði mig hvað stoltastan. Við fengum aldrei neinn skell og vorum inni í öllum leikjum og svo náðum við frábærum úrslitum, það er alltaf rosa gaman.“ Dagur segist ekki hafa náð að fylgjast mikið með íslenska liðinu á HM en segir að það hafi glatt sig að enda fyrir ofan það á mótinu. „Það gerði helling fyrir mig. Það var „ákveðið“ kikk að enda fyrir ofan Ísland á stórmóti með japanska liðið, ég verð að viðurkenna það. Ég kom inn í klefa eftir leikinn og fattaði það að þetta lyfti okkur upp fyrir Íslendingana,“ sagði Dagur sem er nú staddur hér á landi eftir langa dvöl í Japan og svo í Egyptalandi. Ótrúlega flókið að halda Ólympíuleikana Framundan eru Ólympíuleikar í Tókýó í sumar. Þeir áttu að fara fram síðasta sumar en var frestað um ár vegna kórónuveirufaraldursins. Dagur telur að Ólympíuleikarnir verði haldnir í sumar þótt það verði langt því frá einfalt að halda þetta risastóra íþróttamót á tímum heimsfaraldurs. „Ég hef trú á því. Ég hafði það ekki í fyrra en ég hef trú á því núna að það verði reynt að búa til þessa búblu, þó þetta sé miklu flóknara en eitt svona mót. Það eru ótrúlega margar byggingar sem eru teknar undir Ólympíuleikana. Þetta er ekki bara stóri völlurinn og ein höll, það eru mörg hunduð byggingar sem eru notaðar í kringum Ólympíuleikana,“ sagði Dagur. „Þetta er gríðarlega flókið og svo er fjarlægðin frá Ameríku og Evrópu risastórt vandamál, það er að segja tímamismunur. Liðin þurfa væntanlega að koma svona viku fyrir mót til þess að jafna sig á tímamismun. Hvar ætlarðu að hafa liðin þá? Það er ekki pláss inn í þorpinu fyrir alla á sama tíma. Liðin geta ekki verið mikið lengur en þau eru. Það eru ótrúleg flækjustig en ég samt er mín tilfinning að mótið verði.“ Dagur tók við japanska landsliðinu 2017 eftir að hafa náð frábærum árangri með Þýskaland sem hann gerði meðal annars að heimsmeisturum 2016. Dagur lék í Japan á árunum 2000-03 og þekkir því vel til í landinu.
HM 2021 í handbolta Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Í beinni: Valur - Breiðablik | Geta minnkað forskot Víkinga í tvö stig Íslenski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira