Klikkaði á víti í Pepsi Max deildinni og fékk sendar morðhótanir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 14:16 Óliver Dagur Thorlacius sækir hér að Fylkismanninum Valdimar Þór Ingimundarsyni í leik Gróttu og Fylki síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Knattspyrnumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius varð heldur betur fyrir óskemmtilegri reynslu í sumar þegar hann spilaði með Gróttu í Pepsi Max deild karla. Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Óliver Dagur Thorlacius segir frá því í nýju viðtali að hann hafi fengið sendar morðhótanir í gegnum samfélagsmiðla eftir einn leik Gróttu síðasta sumar. Óliver Dagur er 21 árs gamall og uppalinn í KR. Hann hefur spilað með Gróttuliðinu undanfarin sumur þar á meðal á fyrsta tímabili félagsins í efstu deild sumarið 2020. Óliver rifjar upp það sem hann gekk í gegnum eftir að hafa klikkað á vítaspyrnu á 83. mínútu í leik á móti Fylki sem fram fór 29. júní. Þetta var þriðji leikur nýliðanna og þriðja tapið í röð. Liðið hafði ekki enn tekist að skora í leiknum. Óliver Dagur átti möguleika á að skora fyrsta mark Gróttu í efstu deild frá upphafi en Fylkismarkvörðurinn Aron Snær Friðriksson varði vítið frá honum og Fylkir vann leikinn 2-0. Aron Snær Friðriksson ver hér vítið frá Óliver Degi Thorlacius í leiknum á Fylkisvellinum í lok júní.Vísir/Vilhelm „Þegar ég opnaði Instagram tók ég eftir sjö nýjum message requests. Þau voru öll frá einhverjum gaurum sem ég þekkti ekki. Öll skilaboðin voru hótanir. Tvö af skilaboðunum voru send undir alvörunafni en hin fimm voru nafnlaus. Einn þeirra sagði að ég ætti skilið að fá krabbamein, annar sagðist ætla að fótbrjóta alla í liðinu og sá þriðji kallaði mig svindlara og sakaði mig um að hafa klúðrað vítinu viljandi,“ sagði Óliver Dagur Thorlacius í viðtali við veðmálavefinn Coolbet. „Hinir sögðu að ég skuldaði þeim pening og að þeir ætluðu að myrða mig. Það var nokkuð ljóst að þeir höfðu veðjað of stórum upphæðum á leikinn og þessi peningur sem þeim fannst ég hafa tapað fyrir þá hafði greinilega mjög mikil áhrif á þá,“ sagði Óliver Dagur „Grótta fékk bara eitt annað víti á leiktíðinni, og ég var ennþá vítaskytta liðsins. Boltinn var hins vegar tekinn af mér og ég hafði ekki sjálfstraustið til að segja að ég ætlaði að taka vítið, þó mig langaði til þess,“ sagði Óliver en viðtalið má finna hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti