Sportið í dag: Valsmenn þurfa á hópefli að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2021 13:00 Það þarf meiri gleði og stemmningu inn í Valsliðið ef Hlíðarendapiltar ætla sér að gera eitthvað í vetur. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson fóru yfir víðan völl í síðasta hlaðvarpsþætti sínum Sportið í dag á Vísi en meðal annars ræddu þeir um vandræði Valsmanna í handboltanum. Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira
Valsmenn steinlágu á móti Stjörnunni á heimavelli í síðasta leik í Olís deild karla í handbolta og meiðsli og önnur vandræði á Hlíðarenda þýða að liðið er eins og er ekki líklegt til stórræða í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. Valsliðið hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum þar af síðustu tveimur heimaleikjum á móti Selfossi og Stjörnunni með samtals fjórtán marka mun. „Eitt lið sem virðist ekki vera líklegt til að berjast um þetta í augnablikinu er Valur,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Rikka G. „Ég sá þennan leik og ég held að Valsmenn þurfi alvarlega á góðu hópefli að halda. Góðu hópefli þar sem liðið hittist niðri í Origo höll og passi bara tuttugu manna reglu. Þeir eru hvort sem er alltaf saman. Í staðinn fyrir að taka svona hefðbundnar æfingar ættu þeir bara að fara í einhverja skemmtilega leiki,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Taki ‚pool' eða taki FIFA. Hristi hópinn saman og fái sér tvo til þrjá kalda því mórallinn hjá liðinu er bara ekki til staðar. Það vantar Þorgils, það vantar Agnar og það vantar Róbert. Öll lið myndu finna fyrir því en það afsakar það ekki að tapa með átta mörkum á heimavelli á móti Stjörnunni,“ sagði Ríkharð. „Það eru menn til staðar sem hafa verið meistarar með þessu liði og þeir eru með Magnús Óla og þeir eru með Anton Rúnarsson. Þeir eru með Alexander Örn Júlíusson. Þeir eru með Tuma Stein. Þeir eru með fullt af mönnum sem eru með gæði en þeir eru bara ekki að sýna það,“ sagði Ríkharð „Þeir eru líka með efnilega stráka en þeir fá á sig 35 mörk í gær og fengu á sig ellefu mörk á fyrstu fjórtán mínútunum. Við vorum að ræða það í morgun hvort að það sé ekki langt síðan Valur fékk svona mörg mörk á sig. Þetta lið er betra en þetta,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson en hvað er þá að? „Það virkar eins og það séu einhver þyngsli yfir liðinu,“ sagði Henry Birgir en það má heyra meira um það og hlusta á allan þáttinn með því að smella hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Sportið í dag Valur Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Sjá meira