Mar­traðar­byrjanir Juventus sem náði þó að skora mikil­vægt úti­vallar­mark

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldo ekki sáttur í kvöld. Hann komst ekki á blað, aldrei slíku vant í Meistaradeildinni.
Ronaldo ekki sáttur í kvöld. Hann komst ekki á blað, aldrei slíku vant í Meistaradeildinni. Jose Manuel Alvarez/Getty

Juventus er 2-1 undir gegn Porto eftir fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld en síðari leikur liðanna fer fram í Tórínó í næsta mánuði.

Það voru ekki liðnar tvær mínútur er Mehdi Taremi skoraði fyrsta markið. Rodrigo Bentancur átti slaka sendingu til baka á Wojciech Szczesny sem Taremi komst inn í og boltinn í netið.

Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik en byrjunin á síðari hálfleik var svipuð og sá fyrri. Það var ekki liðin ein mínúta er Moussa Marega var skyndilega inn gegn Szczesny og kláraði hann færið vel.

Juventus náði þó að skora mikilvægt útivallarmark. Federico Chiesa fékk þá boltann frá Adrien Rabiot og kom boltanum í netið á Drekavöllum. Ansi mikilvægt mark sem gæti reynst mikilvægt í síðari leik liðanna.

Lokatölur 2-1 en liðin mætast á nýjan leik þann 9. mars.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira