,,Að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 10:00 Jón Örn Guðbjartsson og hundurinn Krummi vakna oftast fyrir allar aldir og eru duglegir að hlusta á hljóðbækur saman. Vísir/Kristinn Ingvarsson Það urðu allir starfsmenn á upphafsárum Stöðvar 2 að frumkvöðlum segir Jón Örn Guðbjartsson, markaðs- og samskiptastjóri Háskóla Íslands, þegar hann rifjar upp skemmtileg fyrri störf. Í þeirri upprifjun skýrir hann líka út hvers vegna hann var kallaður kommúnistinn þegar hann vann í frystihúsinu á Þingeyri. Við Valdimar son sinn ræðir hann um ofurhetjur og með Krumma hundinum sínum hlustar hann á hljóðbækur. Í vinnunni stendur yfir undirbúningur að stafrænu stuði. Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Við Krummi hundurinn minn vöknum oftast fyrir allar aldir. Það er algerlega frábært að fara á ról þegar enginn truflar. Þá getur maður undirbúið daginn alveg í sínum eigin heimi með Krumma sem hefur yfirleitt ekki miklar skoðanir á mínum pælingum. Ég fæ oft frábærar hugmyndir í morgunkyrrðinni finnst mér sjálfum en líka í fjallgöngum reyndar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þetta er eiginlega tvískipt hjá mér. Aðra hverja viku er ég með strákinn minn, hann Valdimar sem er sex ára, og þá er hann í algerri háskerpu. Ég vakna samt löngu á undan honum og langfyrsta verkið er að fá mér kaffi, bæði þegar hann er hjá mér og líka þegar ég er einn. Yfir kaffinu skima ég verkefni dagsins, renni yfir það helsta í fréttum og ef Valdimar er ekki í húsinu er ég byrjaður að vinna áður en ég veit af. Þegar Valdimar er hjá mér tek ég til nestið hans áður en ég vek hann. Svo förum við í skólann og spjöllum heilmikið á leiðinni, mest um ofurhetjur, hann er hrikalega hrifinn af Spiderman og hefur ítrekað spurt mig hvar sé hægt að láta bíta sig af geislavirkum kóngulóm. Eftir að við kveðjumst í Fossó fer ég í vinnuna sem er núna að mestu á heimavelli á kórónatímum. Já, ég gleymdi að nefna að ég er oft slæmur í bakinu þegar ég vakna, þetta eru afleiðingar af bílslysi, og ég liðka mig með nokkrum vel völdum æfingum áður en ég held út í daginn. Ef ég gleymi æfingunum verð ég alveg glataður.“ Fyrir utan núverandi starf, hvaða starf er eftirminnilegasta starfið? „Ég hef alltaf verið heillaður af fjölmiðlum og að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað. Þarna urðu allir að frumkvöðlum. Fæstir höfðu nokkra reynslu á sviði sjónvarps og ekki margir á sviði fjölmiðlunar yfir höfuð. Samt tókst þessu teymi að gera frábæra sjónvarpsstöð sem nánast allir höfðu skoðun á. Ungt og efnilegt fólk kom þarna í vinnu víða úr samfélaginu, til dæmis komu kornungir menn að mig minnir beint af dekkjaverkstæði og urðu fljótlega í hópi bestu kvikmyndatökumanna landsins. Andinn var algerlega stórkostlegur á Stöð 2 á upphafsárunum og ég hef aldrei upplifað annað eins þótt maður hafi kynnst afar góðum móral mjög víða. Talandi um eftirminnileg störf þá kemur tími minn í saltfiski á Þingeyri reyndar mjög oft upp í hugann, kannski af því það var svo mikið stuð í því starfi. Ég var að minnir mig 14 eða 15 ára og stóð við þvottakarið og átti að gangsetja og slökkva á því eftir þörfum. Mótorinn í þvottakarinu leiddi alveg hrikalega út þannig að ég fékk hörkurafstuð í hvert skipti sem ég snerti rofann… og hárið á mér stóð allt út í loftið eins og á Doc í bíómyndinni Back to the Future. Ég neitaði á endanum að snerta fjárans karið og sagði verkstjóranum að hann gæti bara kveikt á því sjálfur. Þá hvessti hann brúnirnar en fór svo á endanum og sótti rafvirkja og lét laga þetta. Eftir þessa prívat byltingu var ég alltaf kallaður kommúnistinn í hraðfrystihúsinu og ég hef alltaf verið pínustoltur af því að hafa fengið svo virðulega nafnbót.“ Jón segir ,,stafrænt stuð" framundan á Háskóladeginum þann 27.febrúar næstkomandi, en dagurinn verður haldinn rafrænn í þetta sinn vegna Covid-19. Vísir/Kristinn Ingvarsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Núna er ég með mörg járn í eldinum. Við erum að undirbúa brautskráningu í Háskóla Íslands sem er einmitt í dag en þá taka á fimmta hundrað einstaklingar við prófskírteini sem gefur þeim færi á framhaldsnámi eða störfum hvar sem er í heiminum. Það eru ekki margir sem átta sig á því að Háskóli Íslands hefur útskrifað rösklega fimmtíu þúsund einstaklinga á þeim 110 árum sem skólinn hefur starfað. Þetta fólk hefur svo sannarlega mótað íslenskt samfélag og breytt lífskjörum hér svo um munar. Svo erum við að undirbúa stafrænan Háskóladag sem er sameiginlegt átak allra háskóla á landinu við að kynna allt nám í boði. Nýr vefur, www.haskoladagurinn.is, var opnaður í vikunni sem gerir áhugasömum einfalt að leita að námi sem hentar eða heillar í öllum háskólunum samtímis. Á stafræna Háskóladeginum, sem verður eftir rétta viku, laugardaginn 27. febrúar, verður svo hægt að smella á þær námsleiðir sem vekja áhuga og fara á fjarfund í beinni þar sem nemendur og kennarar frá öllum háskólum landsins svara spurningum. Þetta verður stafrænt stuð en kemur til af því að ekki er hægt að halda Háskóladaginn með hefðbundnu sniði út af COVID-19. Til viðbótar þessu erum við í HÍ að undirbúa viðtalsþátt sem verður í beinu streymi á Háskóladeginum þar sem við fáum vísinda- og fræðafólk í sófann í Hátíðasal Háskólans. Við munum spyrja út í rannsóknir og fræðastarf og vörpum svolítið ljósi á hina hliðina á vísindafólki sem flestir Íslendingar þekkja af sjónvarpsskjánum. Fræðafólkið okkar í Háskóla Íslands er eiginlega í fréttum á hverjum einasta degi og túlkar þar viðburði augnabliksins enda vinnur það við að takast á við flóknar áskoranir eins og COVID-19. Háskólinn veitir enda þjóðfélaginu okkar þjónustu í krafti þekkingar sinnar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar kvikur og mitt slagorð hefur lengst af verið „fulla ferð.“ Kraftur er þannig í miklu uppáhaldi hjá mér með afköstum, en ég verð að fá hjálp við skipulagið með því að nýta allskyns rafræn verkfæri. Við vinnum eftir stefnu Háskólans og gerum nákvæmar áætlanir með áherslu á mjög fjölbreytt og ólík verkefni… já og við notum allskyns mælikvarða til að meta árangur. Dags daglega styðst ég við rafræn tól til að stýra þessum verkefnum. Sviðið sem ég vinn við rekur vefi Háskólans og þeir eru risastórir. Við erum líka með vinsæla reikninga á samfélagsmiðlum. Við vinnum líka allskonar efni sem birtist út um allt, t.d. fréttir, greinar, myndaseríur og myndbönd um rannsóknir og fjölbreytt starf skólans. Sviðið stendur líka fyrir viðburðum með áherslu á námskynningar, rannsóknir og mikilvægi þeirra og svo erum við með fræðslu fyrir almenning, ekki síst fyrir ungmenni. Í því sambandi má nefna Háskóla unga fólksins, Háskólalestina, Vísindasmiðjuna og sjónvarpsþáttaröðina Fjársjóð framtíðar sem öll eru landsþekkt. Það þarf að skipuleggja þetta starf mjög vel og í mörg horn að líta en það er einvalalið í áhöfninni og flest verkefni okkar hafa meira að segja verið verðlaunuð.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar ég er með Valdimar hjá mér þá bara steinsofna ég oftast þegar ég er að svæfa hann, stundum í miðri sögu sem hann heimtar frá mér sem allar eru frumsamdar á staðnum. Stundum vakna ég samt við að segja sögurnar því það þarf ekki mikið til að koma Valda til að hlæja og þá verður smátryllingur. Þegar ég er einn á ég það til að vinna á kvöldin, mest við skriftir eða ég glugga í góða bók, oftast skáldsögur. Ég hlusta líka mikið á hljóðbækur, mest þó í bílnum. Við Krummi erum líklega búnir að hlusta saman á fimmtíu til sextíu bækur síðasta árið þegar við höfum leitað uppi fjöllin til að klífa. Krummi er mjög hrifinn af Sturlungubókunum hans Einars Kárasonar. Ég er reyndar alltaf sofnaður fyrir miðnætti, oftast fyrir klukkan ellefu. Maður verður nefnilega að fá nægan svefn segir Vísindavefurinn, svefninn er undirstaða heilbrigðis og vellíðunar. Ef maður sefur illa, þá afkastar maður engu.“ Kaffispjallið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01 Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00 100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni. Hvenær vaknar þú á morgnana? „Við Krummi hundurinn minn vöknum oftast fyrir allar aldir. Það er algerlega frábært að fara á ról þegar enginn truflar. Þá getur maður undirbúið daginn alveg í sínum eigin heimi með Krumma sem hefur yfirleitt ekki miklar skoðanir á mínum pælingum. Ég fæ oft frábærar hugmyndir í morgunkyrrðinni finnst mér sjálfum en líka í fjallgöngum reyndar.“ Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana? „Þetta er eiginlega tvískipt hjá mér. Aðra hverja viku er ég með strákinn minn, hann Valdimar sem er sex ára, og þá er hann í algerri háskerpu. Ég vakna samt löngu á undan honum og langfyrsta verkið er að fá mér kaffi, bæði þegar hann er hjá mér og líka þegar ég er einn. Yfir kaffinu skima ég verkefni dagsins, renni yfir það helsta í fréttum og ef Valdimar er ekki í húsinu er ég byrjaður að vinna áður en ég veit af. Þegar Valdimar er hjá mér tek ég til nestið hans áður en ég vek hann. Svo förum við í skólann og spjöllum heilmikið á leiðinni, mest um ofurhetjur, hann er hrikalega hrifinn af Spiderman og hefur ítrekað spurt mig hvar sé hægt að láta bíta sig af geislavirkum kóngulóm. Eftir að við kveðjumst í Fossó fer ég í vinnuna sem er núna að mestu á heimavelli á kórónatímum. Já, ég gleymdi að nefna að ég er oft slæmur í bakinu þegar ég vakna, þetta eru afleiðingar af bílslysi, og ég liðka mig með nokkrum vel völdum æfingum áður en ég held út í daginn. Ef ég gleymi æfingunum verð ég alveg glataður.“ Fyrir utan núverandi starf, hvaða starf er eftirminnilegasta starfið? „Ég hef alltaf verið heillaður af fjölmiðlum og að vinna á Stöð 2 á upphafsárunum var algerlega mergjað. Þarna urðu allir að frumkvöðlum. Fæstir höfðu nokkra reynslu á sviði sjónvarps og ekki margir á sviði fjölmiðlunar yfir höfuð. Samt tókst þessu teymi að gera frábæra sjónvarpsstöð sem nánast allir höfðu skoðun á. Ungt og efnilegt fólk kom þarna í vinnu víða úr samfélaginu, til dæmis komu kornungir menn að mig minnir beint af dekkjaverkstæði og urðu fljótlega í hópi bestu kvikmyndatökumanna landsins. Andinn var algerlega stórkostlegur á Stöð 2 á upphafsárunum og ég hef aldrei upplifað annað eins þótt maður hafi kynnst afar góðum móral mjög víða. Talandi um eftirminnileg störf þá kemur tími minn í saltfiski á Þingeyri reyndar mjög oft upp í hugann, kannski af því það var svo mikið stuð í því starfi. Ég var að minnir mig 14 eða 15 ára og stóð við þvottakarið og átti að gangsetja og slökkva á því eftir þörfum. Mótorinn í þvottakarinu leiddi alveg hrikalega út þannig að ég fékk hörkurafstuð í hvert skipti sem ég snerti rofann… og hárið á mér stóð allt út í loftið eins og á Doc í bíómyndinni Back to the Future. Ég neitaði á endanum að snerta fjárans karið og sagði verkstjóranum að hann gæti bara kveikt á því sjálfur. Þá hvessti hann brúnirnar en fór svo á endanum og sótti rafvirkja og lét laga þetta. Eftir þessa prívat byltingu var ég alltaf kallaður kommúnistinn í hraðfrystihúsinu og ég hef alltaf verið pínustoltur af því að hafa fengið svo virðulega nafnbót.“ Jón segir ,,stafrænt stuð" framundan á Háskóladeginum þann 27.febrúar næstkomandi, en dagurinn verður haldinn rafrænn í þetta sinn vegna Covid-19. Vísir/Kristinn Ingvarsson Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana? „Núna er ég með mörg járn í eldinum. Við erum að undirbúa brautskráningu í Háskóla Íslands sem er einmitt í dag en þá taka á fimmta hundrað einstaklingar við prófskírteini sem gefur þeim færi á framhaldsnámi eða störfum hvar sem er í heiminum. Það eru ekki margir sem átta sig á því að Háskóli Íslands hefur útskrifað rösklega fimmtíu þúsund einstaklinga á þeim 110 árum sem skólinn hefur starfað. Þetta fólk hefur svo sannarlega mótað íslenskt samfélag og breytt lífskjörum hér svo um munar. Svo erum við að undirbúa stafrænan Háskóladag sem er sameiginlegt átak allra háskóla á landinu við að kynna allt nám í boði. Nýr vefur, www.haskoladagurinn.is, var opnaður í vikunni sem gerir áhugasömum einfalt að leita að námi sem hentar eða heillar í öllum háskólunum samtímis. Á stafræna Háskóladeginum, sem verður eftir rétta viku, laugardaginn 27. febrúar, verður svo hægt að smella á þær námsleiðir sem vekja áhuga og fara á fjarfund í beinni þar sem nemendur og kennarar frá öllum háskólum landsins svara spurningum. Þetta verður stafrænt stuð en kemur til af því að ekki er hægt að halda Háskóladaginn með hefðbundnu sniði út af COVID-19. Til viðbótar þessu erum við í HÍ að undirbúa viðtalsþátt sem verður í beinu streymi á Háskóladeginum þar sem við fáum vísinda- og fræðafólk í sófann í Hátíðasal Háskólans. Við munum spyrja út í rannsóknir og fræðastarf og vörpum svolítið ljósi á hina hliðina á vísindafólki sem flestir Íslendingar þekkja af sjónvarpsskjánum. Fræðafólkið okkar í Háskóla Íslands er eiginlega í fréttum á hverjum einasta degi og túlkar þar viðburði augnabliksins enda vinnur það við að takast á við flóknar áskoranir eins og COVID-19. Háskólinn veitir enda þjóðfélaginu okkar þjónustu í krafti þekkingar sinnar.“ Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu? „Ég er frekar kvikur og mitt slagorð hefur lengst af verið „fulla ferð.“ Kraftur er þannig í miklu uppáhaldi hjá mér með afköstum, en ég verð að fá hjálp við skipulagið með því að nýta allskyns rafræn verkfæri. Við vinnum eftir stefnu Háskólans og gerum nákvæmar áætlanir með áherslu á mjög fjölbreytt og ólík verkefni… já og við notum allskyns mælikvarða til að meta árangur. Dags daglega styðst ég við rafræn tól til að stýra þessum verkefnum. Sviðið sem ég vinn við rekur vefi Háskólans og þeir eru risastórir. Við erum líka með vinsæla reikninga á samfélagsmiðlum. Við vinnum líka allskonar efni sem birtist út um allt, t.d. fréttir, greinar, myndaseríur og myndbönd um rannsóknir og fjölbreytt starf skólans. Sviðið stendur líka fyrir viðburðum með áherslu á námskynningar, rannsóknir og mikilvægi þeirra og svo erum við með fræðslu fyrir almenning, ekki síst fyrir ungmenni. Í því sambandi má nefna Háskóla unga fólksins, Háskólalestina, Vísindasmiðjuna og sjónvarpsþáttaröðina Fjársjóð framtíðar sem öll eru landsþekkt. Það þarf að skipuleggja þetta starf mjög vel og í mörg horn að líta en það er einvalalið í áhöfninni og flest verkefni okkar hafa meira að segja verið verðlaunuð.“ Hvenær ferðu að sofa á kvöldin? „Þegar ég er með Valdimar hjá mér þá bara steinsofna ég oftast þegar ég er að svæfa hann, stundum í miðri sögu sem hann heimtar frá mér sem allar eru frumsamdar á staðnum. Stundum vakna ég samt við að segja sögurnar því það þarf ekki mikið til að koma Valda til að hlæja og þá verður smátryllingur. Þegar ég er einn á ég það til að vinna á kvöldin, mest við skriftir eða ég glugga í góða bók, oftast skáldsögur. Ég hlusta líka mikið á hljóðbækur, mest þó í bílnum. Við Krummi erum líklega búnir að hlusta saman á fimmtíu til sextíu bækur síðasta árið þegar við höfum leitað uppi fjöllin til að klífa. Krummi er mjög hrifinn af Sturlungubókunum hans Einars Kárasonar. Ég er reyndar alltaf sofnaður fyrir miðnætti, oftast fyrir klukkan ellefu. Maður verður nefnilega að fá nægan svefn segir Vísindavefurinn, svefninn er undirstaða heilbrigðis og vellíðunar. Ef maður sefur illa, þá afkastar maður engu.“
Kaffispjallið Fjölmiðlar Tengdar fréttir Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01 Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00 Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01 „Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00 100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00 Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Vill hafa meira gaman og minna leiðinlegt Þegar Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS, varð fertug setti hún sér það markmið að hafa meira gaman en minna leiðinlegt. Þetta markmið hefur gefist vel, ekki síst á tímum Covid. Guðný Helga segist vera svo mikil lista-kona í skipulagi að oft geri fjölskyldan grín að. Þá segist hún hafa lært margt af netinu, til dæmis lærði hún að prjóna af YouTube. 13. febrúar 2021 10:01
Endar iðulega í viðtölum við áhugavert fólk Tinni Jóhannesson ráðningastjóri og ráðgjafi hjá Góðum samskiptum finnst gott að taka daginn snemma en það er þriggja mánaða dóttirin sem stýrir því einna helst, hvenær hann fer síðan að sofa á kvöldin. Honum finnst best að nota morgnana eða síðdegin til að skipuleggja verkefni í vinnunni en lýsir í kaffispjallinu hvernig honum fyndist fullkomin helgi vera, nú á tímum Covid. 6. febrúar 2021 10:00
Kisurnar „sofa annað hvort ofan á mér eða límdar upp við mig“ Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, byrjar daginn á því að klappa kisunum sínum. Hún segir eiginmanninn sofa í gegnum fyrri hluta morgunrútínunnar en vakna við ófriðinn þegar hún fer að hafa sig til. Svanhildur segist mikil listakona í skipulagi og á það til að detta í einhver ofurgír á kvöldin. 30. janúar 2021 10:01
„Koddahugmyndirnar“ í rúminu misgóðar daginn eftir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Pipar/TBWA, segist oftast fljótur að sofna á kvöldin. Stundum poppa þó upp svo góðar hugmyndir fyrir viðskiptavini að hann glaðvaknar. Þessar „koddahugmyndir“ reynast þó misgóðar daginn eftir þegar mætt er til vinnu. Í golfinu vinnur Guðmundur markvisst af því að ná forgjöfinni niður fyrir tíu. 23. janúar 2021 10:00
100 konur á „Kvenndalshnúk“ í maí Snjódrífurnar vöktu athygli landsmanna þegar þær gengu Vatnajökul í fyrra og söfnuðu pening fyrir Líf og kraft. Í vor stefna 100 konur á Hvanndalshnúk, eða „Kvenndalshnúk“ eins og hann er kallaður af hópnum þar sem aftur verður safnað til góðgerðarmála. 16. janúar 2021 10:00