Föstudagsplaylisti Sigtryggs Bergs Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 19. febrúar 2021 15:20 Sigtryggur heldur sig við vínyl og CD. Sabine Listamaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson, sem hefur ekki lagt í að kaupa sér Spotify áskrift af ótta við að gefa þá efnislega miðla upp á bátinn, safnaði í lagalista úr fjarlægum afkimum veitunnar sænsku. Hann myndar meðal annars tilraunatónlistardúóið Stilluppsteypu ásamt Helga Thorssyni, en þeir voru einnig báðir meðlimir rafglapasveitarinnar Evil Madness ásamt Jóhanni Jóhannssyni, DJ Musician og BJ Nilsen. Sigtryggur býr út í Þýskalandi og starfar þar við myndlist sína og tónlist. Von er á nýrri sólóplötu frá honum eftir um tvær vikur. Platan heitir SHIP 2020 og er „afmælisplata“ fyrir fyrstu sólóplötu hans sem kom út árið 2001 og heitir SHIP. „[Platan] er semsagt ekki endurútgáfa af fyrstu plötunni heldur alveg nýtt efni sem tekur upp þráðinn þar sem SHIP endaði fyrir 20 árum.“ Sigtryggur er djúpkafari í tónlistargrúski sem og í kvikmyndaglápi, eins og meðlimir facebook-grúppu hans „Költ og gríðarlega undarlegar kvikmyndir“ þekkja. Fimm laganna sem hann gróf upp á Spotify reyndust til að mynda ekki vera til á miðlinum þegar uppi var staðið. Eitt þeirra var til í þýskri koverútgáfu þó að orginalinn vantaði. „Hollywood Seven er upprunalega eftir Hollendinginn Alides Hidding sem svo Juliane Werding kóveraði með þýskum texta. Geggjað lag sem var korteri við það að verða hít en varð svo ekki. En gott að koverið hennar Juliane sé allavega á listanum,“ segir Sigtryggur. Mikil Eydís er í listanum, meðal annars í formi ítaló diskós og járnkeðju leðurhetjurokks, en úrvalið er þó fjölbreytt. Hægt er að leggja við hlustir hér að neðan. Föstudagsplaylistinn Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hann myndar meðal annars tilraunatónlistardúóið Stilluppsteypu ásamt Helga Thorssyni, en þeir voru einnig báðir meðlimir rafglapasveitarinnar Evil Madness ásamt Jóhanni Jóhannssyni, DJ Musician og BJ Nilsen. Sigtryggur býr út í Þýskalandi og starfar þar við myndlist sína og tónlist. Von er á nýrri sólóplötu frá honum eftir um tvær vikur. Platan heitir SHIP 2020 og er „afmælisplata“ fyrir fyrstu sólóplötu hans sem kom út árið 2001 og heitir SHIP. „[Platan] er semsagt ekki endurútgáfa af fyrstu plötunni heldur alveg nýtt efni sem tekur upp þráðinn þar sem SHIP endaði fyrir 20 árum.“ Sigtryggur er djúpkafari í tónlistargrúski sem og í kvikmyndaglápi, eins og meðlimir facebook-grúppu hans „Költ og gríðarlega undarlegar kvikmyndir“ þekkja. Fimm laganna sem hann gróf upp á Spotify reyndust til að mynda ekki vera til á miðlinum þegar uppi var staðið. Eitt þeirra var til í þýskri koverútgáfu þó að orginalinn vantaði. „Hollywood Seven er upprunalega eftir Hollendinginn Alides Hidding sem svo Juliane Werding kóveraði með þýskum texta. Geggjað lag sem var korteri við það að verða hít en varð svo ekki. En gott að koverið hennar Juliane sé allavega á listanum,“ segir Sigtryggur. Mikil Eydís er í listanum, meðal annars í formi ítaló diskós og járnkeðju leðurhetjurokks, en úrvalið er þó fjölbreytt. Hægt er að leggja við hlustir hér að neðan.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira