Tiger vonast til að geta spilað á Masters eftir fimmtu bakaðgerðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 17:31 Tiger Woods hefur fimm sinnum klæðst græna jakkanum sem sigurvegarinn á Masters mótinu fær. getty/Kevin C. Cox Tiger Woods vonast til að geta spilað á Masters mótinu í golfi í apríl eftir að hafa farið í aðgerð á baki í síðasta mánuði. „Mér líður vel. Ég er svolítið stífur. Ég á eftir að fara í eina myndatöku í viðbót og þá kemur í ljós hvort ég geti hreyft mig meira,“ sagði Tiger sem hefur lengi glímt við erfið bakmeiðsli og fór í sína fimmtu aðgerð á baki á janúar. „Ég er enn í ræktinni að gera alla þessa venjulegu hluti sem þú þarft að gera í endurhæfingu; litlu hlutina áður en ég get gert meira.“ Tiger er vongóður um að geta spilað á Masters á Augusta National vellinum í Georgíu sem hefst 8. apríl. Hann vann eftirminnilegan sigur á Masters fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum. Tiger lék síðast á PNC Championship í desember þar sem hann fann fyrir eymslum í baki. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
„Mér líður vel. Ég er svolítið stífur. Ég á eftir að fara í eina myndatöku í viðbót og þá kemur í ljós hvort ég geti hreyft mig meira,“ sagði Tiger sem hefur lengi glímt við erfið bakmeiðsli og fór í sína fimmtu aðgerð á baki á janúar. „Ég er enn í ræktinni að gera alla þessa venjulegu hluti sem þú þarft að gera í endurhæfingu; litlu hlutina áður en ég get gert meira.“ Tiger er vongóður um að geta spilað á Masters á Augusta National vellinum í Georgíu sem hefst 8. apríl. Hann vann eftirminnilegan sigur á Masters fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008. Tiger hefur unnið fimmtán risamót á ferlinum. Tiger lék síðast á PNC Championship í desember þar sem hann fann fyrir eymslum í baki. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira