Danir sóttu gull til Egyptalands í janúar en þetta er annað heimsmeistaramótið í röð sem Danir ná í gull.
Hans Lindberg, hinn 39 ára gamli hornamaður, var ekki valinn í leikmannahóp danska landsliðsins í janúar en nú er hinn íslenskættaði aftur kominn í hópinn.
Foreldrar hans eru Sigrún Sigurðardóttir og Tómas Erling Lindberg Hansson, bæði úr Hafnarfirði, en faðir hans á þó færeyska foreldra.
Landstræner Nikolaj Jacobsen har i dag udtaget 1⃣8⃣ spillere, der skal udgøre den danske trup, når Nordmakedonien venter i to EM-kvalifikationskampe i midten af marts 🇲🇰🇩🇰 Læs mere her 👇 #hndbld #håndbold https://t.co/vOHsEcLspQ
— Dansk Håndbold Forbund (@dhf_haandbold) February 22, 2021
Þaðan er ættarnafnið komið en sjálfur er hann skráður sem Hans Óttar Tómasson í íslenskri þjóðskrá.
Hann kemur inn í stað Lasse Svan Hansen sem meiddist í úrslitaleiknum gegn Svíþjóð á HM og hefur enn ekki jafnað sig.
Henrik Toft Hansen og Lasse Møller koma einnig inn í hópinn en þeir Morten Olsen og Anders Zachariassen detta út úr hópnum.
Danir mæta Norður-Makedóníu í Álaborg en ferðast svo til Skopje og mæta þar heimamönnum.