„Finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2021 22:04 Halldór ásamt aðstoðarmanni sínum Erni Þrastarsyni. vísir/hulda margrét „Þetta er í raun og veru bara mjög dapurt, ég verð að segja það, þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkur í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Gróttu í kvöld. „Við eigum ekki að sætta okkur við að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu.“ Halldór hrósaði þó Gróttu fyrir sinn leik. „Ég tek ekkert af Gróttumönnum, þeir spiluðu frábærlega á mörgum köflum, en við vorum samt óttalegir aular. Við fáum bara á okkur tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum, það er 4-2 fyrir okkur þegar það eru 10 mínútur búnar af leiknum og við erum að spila hörkuvörn. Svo fáum við 2-3 mörk á okkur og menn fara í eitthvað óöryggi og fara að horfa á næsta mann í staðin fyrir að halda okkur við okkar skipulag. Svo tökum við þetta óöryggi með okkur fram og hættum að skora, hann ver allt sem kemur á markið og við tökum slæmar ákvarðanir sóknarlega.“ Halldór Jóhann var greinilega mjög ósáttur við leik sinna manna í dag og hélt áfram að tala um slæma ákvarðanatöku. „Við ætlum helst að skora tvö mörk í hverri einustu sókn og helst að verjast tvisvar líka. Þetta var bara svona gangur leiksins, við höfðum alltaf tækifæri til að koma okkur almennilega inn í þetta aftur en við bara köstuðum því frá okkur.“ Selfyssingar hafa nú tapað þrem leikjum í röð, en næsti leikur er gegn ÍBV á fimmtudaginn. „Það er mjög stutt á milli og gríðarlega mikilvægt að gíra sig upp í þann leik. Við ætlum auðvitað að vinna þann leik, en við ætluðum líka að vinna Fram og við ætluðum að vinna Hauka, en þetta er bara eitt það slakasta sem ég hef upplifað með Selfossliðið. Ef þetta er ekki eitthvað til að kveikja í mönnum að bæta í þá veit ég ekki hvað. Menn tala um krísu og allt það og mér finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu, ég verð bara að segja alveg eins og er.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Halldór hrósaði þó Gróttu fyrir sinn leik. „Ég tek ekkert af Gróttumönnum, þeir spiluðu frábærlega á mörgum köflum, en við vorum samt óttalegir aular. Við fáum bara á okkur tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum, það er 4-2 fyrir okkur þegar það eru 10 mínútur búnar af leiknum og við erum að spila hörkuvörn. Svo fáum við 2-3 mörk á okkur og menn fara í eitthvað óöryggi og fara að horfa á næsta mann í staðin fyrir að halda okkur við okkar skipulag. Svo tökum við þetta óöryggi með okkur fram og hættum að skora, hann ver allt sem kemur á markið og við tökum slæmar ákvarðanir sóknarlega.“ Halldór Jóhann var greinilega mjög ósáttur við leik sinna manna í dag og hélt áfram að tala um slæma ákvarðanatöku. „Við ætlum helst að skora tvö mörk í hverri einustu sókn og helst að verjast tvisvar líka. Þetta var bara svona gangur leiksins, við höfðum alltaf tækifæri til að koma okkur almennilega inn í þetta aftur en við bara köstuðum því frá okkur.“ Selfyssingar hafa nú tapað þrem leikjum í röð, en næsti leikur er gegn ÍBV á fimmtudaginn. „Það er mjög stutt á milli og gríðarlega mikilvægt að gíra sig upp í þann leik. Við ætlum auðvitað að vinna þann leik, en við ætluðum líka að vinna Fram og við ætluðum að vinna Hauka, en þetta er bara eitt það slakasta sem ég hef upplifað með Selfossliðið. Ef þetta er ekki eitthvað til að kveikja í mönnum að bæta í þá veit ég ekki hvað. Menn tala um krísu og allt það og mér finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu, ég verð bara að segja alveg eins og er.“
Olís-deild karla UMF Selfoss Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26