Kia efst hjá J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 24. febrúar 2021 07:01 Kia Sorento Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu. Þetta er sjöunda árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Lúxusmerkin Lexus og Porsche eru í efstu sætunum en Kia er eins og áður segir efst yfir bílaframleiðendur í magnsölu. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 33 þúsund bíleigendur bíla árgerð 2018 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi svipuð um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir síðustu þrjú ár. Könnunin var framkvæmd í júlí til nóvember á síðasta ári. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðanda. Könnun J.D. Power þykir ein virtasta áreiðanleikakönnun í bílageiranum. Listi J.D. Power. „Við erum afar ánægð og stolt með þennan frábæra árangur Kia í áreiðanleikakönnun J.D. Power. Kia hefur lagt mikið upp úr því að framleiða trausta og vel hannaða bíla þar sem nýjasta tækni og öryggi spila stórt hlutverk ásamt mjög góðum aksturseiginleikum. Kia er fyrsti bílaframleiðandinn í heiminum til að bjóða 7 ára ábyrgð á bílum sínum. Það er því stór rós í hnappagat Kia að vera á toppnum sjöunda árið í röð í þessari virtu könnun hjá J.D Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju. Jón Trausti bætir við að markaðsstaða Kia á Íslandi hafi styrkst jafnt og þétt síðustu árin. „Kia hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár um allan heim og hér á Íslandi er merkið í öðru sæti yfir mest seldu bílanna síðustu ár. Kia er með yfir 10% markaðshlutdeild sem hefur verið hæsta hlutdeild Kia í Evrópu. Við finnum fyrir því að viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með Kia bílanna og hversu áreiðanlegir þeir. Það er því engin tilviljun að Kia er að ná þessum frábæra árangri.“ Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 33 þúsund bíleigendur bíla árgerð 2018 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi svipuð um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir síðustu þrjú ár. Könnunin var framkvæmd í júlí til nóvember á síðasta ári. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðanda. Könnun J.D. Power þykir ein virtasta áreiðanleikakönnun í bílageiranum. Listi J.D. Power. „Við erum afar ánægð og stolt með þennan frábæra árangur Kia í áreiðanleikakönnun J.D. Power. Kia hefur lagt mikið upp úr því að framleiða trausta og vel hannaða bíla þar sem nýjasta tækni og öryggi spila stórt hlutverk ásamt mjög góðum aksturseiginleikum. Kia er fyrsti bílaframleiðandinn í heiminum til að bjóða 7 ára ábyrgð á bílum sínum. Það er því stór rós í hnappagat Kia að vera á toppnum sjöunda árið í röð í þessari virtu könnun hjá J.D Power yfir bílaframleiðendur í magnsölu,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju. Jón Trausti bætir við að markaðsstaða Kia á Íslandi hafi styrkst jafnt og þétt síðustu árin. „Kia hefur verið í mikilli sókn undanfarin ár um allan heim og hér á Íslandi er merkið í öðru sæti yfir mest seldu bílanna síðustu ár. Kia er með yfir 10% markaðshlutdeild sem hefur verið hæsta hlutdeild Kia í Evrópu. Við finnum fyrir því að viðskiptavinir okkar hafa verið mjög ánægðir með Kia bílanna og hversu áreiðanlegir þeir. Það er því engin tilviljun að Kia er að ná þessum frábæra árangri.“
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent