Samkvæmt lögregluembætti Los Angeles var Tiger í alvarlegu ástandi þegar komið var að honum eftir slysið. Hann gat þó tjáð sig.
Woods ku hafa verið á leiðinni í myndatöku með leikstjórnendum New Orleans Saints og Los Angeles Chargers í NFL-deildinni, þeim Drew Brees og Justin Herbert samkvæmt Fox News.
Samkvæmt Daryl Osby, yfirmanni slökkviliðsins, þurfti bæði klippur og öxi til að ná Tiger út úr bifreið sinni á slysstað. Þá sagði Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar, að engin ummerki hefðu verið um áfengisneyslu eða vímuefni. Tiger glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki.
Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð, er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið.