Simpson fékk þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og lauk hringnum á -6 höggum rétt eins og Fitzpatrick.
Sergio Garcia, Brooks Koepka, Billy Horschel og Kevin Kisner eru rétt á eftir, á -5 höggum.
Danie Van Tonder lék á +4 höggum en átti tvímælalaust högg dagsins sem sjá má hér að neðan:
Slam DUNK.
— PGA TOUR (@PGATOUR) February 26, 2021
Shot of the day from Danie van Tonder. pic.twitter.com/gVBfX0Mbmd
Norður-Írinn Rory McIlroy er í 13.-18. sæti á -3 höggum eftir að hafa fengið þrjá skolla á The Concession vellinum. Þangað var mótið fært frá Mexíkó vegna kórónuveirufaraldursins og er þetta í fyrsta sinn sem leikið er á vellinum á PGA-mótaröðinni.
„Það er þannig með alla nýja velli að menn þurfa að venjast aðstæðum og í hvaða átt teighöggin eiga að liggja. Ég held að við séum allir að læra aðeins á völlinn á meðan að við spilum,“ sagði McIlroy og bætti við að menn þyrftu mest að læra á flatirnar.
Patrick Cantlay, sem er stigahæstur í FedEx-bikarnum sem stendur, varð að hætta við keppni rétt fyrir mótið vegna magakveisu og vökvataps.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.