Eftir sigur á Þór um síðustu helgi töpuðu Þórsarar 3-1 fyrir Víkingum í Víkinni í kvöld. Víkingur komst yfir, Kórdrengir jöfnuðu en Víkingar gerðu út um leikinn með tveimur mörkum.
Halldór Smári Sigurðsson sló met í leiknum en hann varð leikjahæsti leikmaður Víkinga. Halldór lengi verið einn máttarstólpi liðsins og verið einn besti leikmaður liðsins undanfarin áratug.
MET VAR SLEGIÐ RÉTT Í ÞESSU!
— Víkingur (@vikingurfc) February 26, 2021
🔴⚫️🔴⚫️🔴⚫️ pic.twitter.com/goROxL2nDj
FH komst í 2-0 gegn Fram en glutraði niður tveggja marka forystu gegn B-deildarliðinu. FH-ingar með fjögur stig eftir þrjá leiki en Framarar eru einnig með fjögur stig.
Fylkir vann dramatískan 4-3 sigur á Þrótti en leikar stóðu 1-1 í síðari hálfleik. Síðari hálfleikurinn var mögnuð skemmtun. Þróttur er með þrjú stig eftir fjóra leiki en Fylkir á toppnum með tólf stig - fullt hús stiga.
Grindavík vann svo að lokum 2-0 sigur á Aftureldingu en í B-deild kvenna vann ÍA 3-1 sigur á Grindavík. Afturelding vann svo 3-2 sigur á Haukum.