Guðmundur Hólmar með slitna hásin: „Rosalega sár og svekktur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. mars 2021 12:30 Guðmundur Hólmar Helgason er markahæsti leikmaður Selfoss á tímabilinu með 51 mark. Því miður fyrir hann og Selfyssinga verða þau ekki fleiri í bili. vísir/hulda margrét Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Selfoss, er með slitna hásin og verður frá næstu mánuðina. Hann segir þetta mikið áfall. Guðmundur meiddist í upphitun fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Olís-deildinni í gær. „Ég er ekki búinn að fara í skoðun á sjúkrahúsi eða neitt slíkt. En Örnólfur bæklunarlæknir kom og kíkti á mig í gær. Hann var á leið í gegnum Selfoss og Jóndi [Jón Birgir Guðmundsson] sjúkraþjálfari hringdi í hann til að fá álit. Hann kíkti á mig og staðfesti það sem Jóndi sagði, að hásinin í vinstri fæti hefði slitnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég er bara að bíða með að heyra hver næstu skref eru. Það er líklega aðgerð en ég veit ekki hvenær hún verður. Þetta gerðist bara í gærkvöldi.“ Eins og það sé sparkað aftan í mann Guðmundur áttaði strax á að eitthvað alvarlegt hefði gerst og segir að verkurinn í fætinum hefði rímað við lýsingar þeirra sem hafa slitið hásin. „Kobe Bryant og fleiri sem hafa lent í þessu hafa lýst þessari upplifun, að þeim finnist eins og það sé sparkað aftan í mann. Þetta er mjög sérstök tilfinning. Ég var líka nokkuð viss sjálfur hvað hefði gerst þegar ég lá á gólfinu,“ sagði Guðmundur sem meiddist í miðjum spretti í upphitun. Klippa: Guðmundur Hólmar meiðist „Þetta var ósköp venjulegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir gífurlega snerpu eða hraða og þetta voru engin gífurleg átök í þessum sprettum. Ég þekki ekki nógu vel hvað veldur, af hverju þetta gerist.“ Ljóst er að tímabilinu er lokið hjá Guðmundi og við tekur löng og ströng endurhæfing. Erfið nótt „Þetta eru einhverjir mánuðir. Að öllum líkindum horfir maður bara á næsta tímabil,“ sagði Guðmundur. Eðlilega er þungt yfir honum eftir þetta áfall. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég rosalega sár og svekktur. Að lenda í þessu núna er mjög súrt og svekkjandi. Þetta var mjög erfið nótt.“ Guðmundur kom til Selfoss fyrir tímabilið eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hann kann vel við sig í Mjólkurbænum. „Við fjöskyldan erum mjög ánægð hérna og búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Þess vegna er þetta sérstaklega svekkjandi,“ sagði Guðmundur að lokum. Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31 Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Guðmundur meiddist í upphitun fyrir leik Selfoss og Stjörnunnar í Olís-deildinni í gær. „Ég er ekki búinn að fara í skoðun á sjúkrahúsi eða neitt slíkt. En Örnólfur bæklunarlæknir kom og kíkti á mig í gær. Hann var á leið í gegnum Selfoss og Jóndi [Jón Birgir Guðmundsson] sjúkraþjálfari hringdi í hann til að fá álit. Hann kíkti á mig og staðfesti það sem Jóndi sagði, að hásinin í vinstri fæti hefði slitnað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag. „Ég er bara að bíða með að heyra hver næstu skref eru. Það er líklega aðgerð en ég veit ekki hvenær hún verður. Þetta gerðist bara í gærkvöldi.“ Eins og það sé sparkað aftan í mann Guðmundur áttaði strax á að eitthvað alvarlegt hefði gerst og segir að verkurinn í fætinum hefði rímað við lýsingar þeirra sem hafa slitið hásin. „Kobe Bryant og fleiri sem hafa lent í þessu hafa lýst þessari upplifun, að þeim finnist eins og það sé sparkað aftan í mann. Þetta er mjög sérstök tilfinning. Ég var líka nokkuð viss sjálfur hvað hefði gerst þegar ég lá á gólfinu,“ sagði Guðmundur sem meiddist í miðjum spretti í upphitun. Klippa: Guðmundur Hólmar meiðist „Þetta var ósköp venjulegt. Ég hef ekki verið þekktur fyrir gífurlega snerpu eða hraða og þetta voru engin gífurleg átök í þessum sprettum. Ég þekki ekki nógu vel hvað veldur, af hverju þetta gerist.“ Ljóst er að tímabilinu er lokið hjá Guðmundi og við tekur löng og ströng endurhæfing. Erfið nótt „Þetta eru einhverjir mánuðir. Að öllum líkindum horfir maður bara á næsta tímabil,“ sagði Guðmundur. Eðlilega er þungt yfir honum eftir þetta áfall. „Ef ég á að vera alveg hreinskilinn er ég rosalega sár og svekktur. Að lenda í þessu núna er mjög súrt og svekkjandi. Þetta var mjög erfið nótt.“ Guðmundur kom til Selfoss fyrir tímabilið eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Hann kann vel við sig í Mjólkurbænum. „Við fjöskyldan erum mjög ánægð hérna og búin að koma okkur rosalega vel fyrir. Þess vegna er þetta sérstaklega svekkjandi,“ sagði Guðmundur að lokum.
Olís-deild karla UMF Selfoss Tengdar fréttir Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31 Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00 Mest lesið Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Luiz Diaz til Bayern Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Hafa áhyggjur af miklu álagi en hægara sagt en gert að stytta mótið Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að þar á bæ hafi menn áhyggjur af miklu leikjaálagi. Vandséð sé hins vegar hvernig hafi átt að leysa málin á annan hátt. Bikarkeppnin verður ekki slegin af. 1. mars 2021 11:31
Halldór: Ekki verið að hugsa um velferð leikmannanna Mikillar óánægju gætir með leikjaálag í Olís deild karla í handbolta. 28. febrúar 2021 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 29-28 | Ragnar hetja Selfoss í dramatískum sigri Selfoss lagði Stjörnuna að velli með minnsta mun í síðasta leik dagsins í Olís deild karla. 28. febrúar 2021 22:00
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti