Aron sagður halda kyrru fyrir í Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 13:01 Aron Pálmarsson verður líklega áfram hjá einu albesta liði heims, Barcelona. Getty/Martin Rose Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er sagður hafa gert samkomulag við Barcelona um að spila áfram með liðinu á næstu leiktíð. Þetta var fullyrt í útvarpsþættinum Tot Costa í Catalunya Radio síðastliðinn föstudag. Aron mun samkvæmt spænska miðlinum þegar hafa skrifað undir samning þess efnis að vera áfram hjá Barcelona en bíða þess að nýr forseti Barcelona skrifi undir samninginn. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Aron þó ekki skrifað undir neinn samning og er ekki útséð með það hvort hann verði áfram hjá Barcelona eða rói á önnur mið. NOTÍCIA. Aaron Palmarsson seguirà al Barça (via @rsalmurri) Club i jugador han acordat la renovació i Palmarsson continuarà, la temporada vinent, al BarçaL'acord, signat per l'islandès, està pendent de la firma del president entrant Més, al @totcosta a les 19h pic.twitter.com/NN6HzZ69Qc— Tot costa (@totcosta) February 26, 2021 Forsetakosningar hjá spænska stórveldinu fara fram á sunnudaginn. Miðað við fullyrðingarnar í Tot Costa gæti því málið verið formlega frágengið þegar Aron spilar með íslenska landsliðinu gegn Ísrael ytra 11. mars, í undankeppni EM. Einn sá dýrasti í sögunni þegar hann fór til Barcelona Aron gekk í raðir Barcelona í október 2017 eftir að hafa staðið í miklu stappi við þáverandi vinnuveitendur sína í ungverska félaginu Veszprém. Hann skrifaði þá undir samning við Barcelona til fjögurra ára, eða til næsta sumars, eftir að Börsungar höfðu greitt Veszprém upphæð sem talin var gera Aron að einum allra dýrasta leikmanni sögunnar. Í fjölmiðlum var kaupverðið sagt á bilinu 700.000 til ein milljón evra en Veszprém fullyrti í yfirlýsingu að það væri hærra. Aron hefur verið afar sigursæll með liði Barcelona sem hefur haft yfirburði á Spáni síðustu ár. Í fyrra varð hann til að mynda Spánarmeistari í þriðja sinn á þremur árum, og þar með landsmeistari níunda árið í röð eftir að hafa orðið ungverskur og þýskur meistari árin á undan. Aron komst á síðustu leiktíð með Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem fram fór um síðustu jól vegna kórónuveirufaraldursins, en varð þar að sætta sig við silfurverðlaun eftir tap gegn sínu gamla liði Kiel. Spænski handboltinn Tengdar fréttir Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Þetta var fullyrt í útvarpsþættinum Tot Costa í Catalunya Radio síðastliðinn föstudag. Aron mun samkvæmt spænska miðlinum þegar hafa skrifað undir samning þess efnis að vera áfram hjá Barcelona en bíða þess að nýr forseti Barcelona skrifi undir samninginn. Samkvæmt upplýsingum Vísis hefur Aron þó ekki skrifað undir neinn samning og er ekki útséð með það hvort hann verði áfram hjá Barcelona eða rói á önnur mið. NOTÍCIA. Aaron Palmarsson seguirà al Barça (via @rsalmurri) Club i jugador han acordat la renovació i Palmarsson continuarà, la temporada vinent, al BarçaL'acord, signat per l'islandès, està pendent de la firma del president entrant Més, al @totcosta a les 19h pic.twitter.com/NN6HzZ69Qc— Tot costa (@totcosta) February 26, 2021 Forsetakosningar hjá spænska stórveldinu fara fram á sunnudaginn. Miðað við fullyrðingarnar í Tot Costa gæti því málið verið formlega frágengið þegar Aron spilar með íslenska landsliðinu gegn Ísrael ytra 11. mars, í undankeppni EM. Einn sá dýrasti í sögunni þegar hann fór til Barcelona Aron gekk í raðir Barcelona í október 2017 eftir að hafa staðið í miklu stappi við þáverandi vinnuveitendur sína í ungverska félaginu Veszprém. Hann skrifaði þá undir samning við Barcelona til fjögurra ára, eða til næsta sumars, eftir að Börsungar höfðu greitt Veszprém upphæð sem talin var gera Aron að einum allra dýrasta leikmanni sögunnar. Í fjölmiðlum var kaupverðið sagt á bilinu 700.000 til ein milljón evra en Veszprém fullyrti í yfirlýsingu að það væri hærra. Aron hefur verið afar sigursæll með liði Barcelona sem hefur haft yfirburði á Spáni síðustu ár. Í fyrra varð hann til að mynda Spánarmeistari í þriðja sinn á þremur árum, og þar með landsmeistari níunda árið í röð eftir að hafa orðið ungverskur og þýskur meistari árin á undan. Aron komst á síðustu leiktíð með Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu, sem fram fór um síðustu jól vegna kórónuveirufaraldursins, en varð þar að sætta sig við silfurverðlaun eftir tap gegn sínu gamla liði Kiel.
Spænski handboltinn Tengdar fréttir Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Sjá meira
Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær. 29. desember 2020 14:00