Stefán Huldar bestur og tveir KA-menn í úrvalsliði fyrri hlutans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2021 11:00 Stefán Huldar Stefánsson hefur reynst Gróttu afar vel. vísir/vilhelm Seinni bylgjan verðlaunaði menn fyrir frammistöðuna á fyrri hluta tímabilsins í Olís-deild karla í gær. Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu, var valinn besti leikmaður fyrri hlutans. Lánsmaðurinn frá Haukum hefur verið frábær í marki nýliðanna og er með bestu hlutfallsmarkvörsluna í deildinni (40,6 prósent). Stefán fékk fullt hús í kosningu sérfræðinga Seinni bylgjunnar á mesta leikmanni fyrri hluta tímabilsins. „Hann er búinn að vera algjörlega frábær. Það má alveg koma fram að Grótta er búin að spila rosalega vel en það er kannski auðveldara að vera með þessa prósentu þegar þú ert fyrir aftan vörnina hjá Haukum og Selfossi eða þessum toppliðum þar sem þú færð betri blokkir. Hann er með svo mikið af góðum vörslum,“ sagði Bjarni Fritzson í Seinni bylgjunni í gær. Stefán var að sjálfsögðu í úrvalsliði fyrri hlutans. Auk Gróttu áttu fimm lið fulltrúa í úrvalsliðinu. Hægri vængurinn í því kemur úr KA sem er eina liðið sem á fleiri en einn fulltrúa í úrvalsliðinu. Árni Bragi Eyjólfsson er í hægra horninu og Áki Egilsnes í stöðu hægri skyttu. Ásbjörn Friðriksson, FH, er leikstjórnandi, Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson vinstri skytta, Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum í vinstra horninu og Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson á línunni. Aron Kristjánsson, Haukum, var valinn besti þjálfari fyrri hlutans. FH-ingurinn Ágúst Birgisson var valinn besti varnarmaður fyrri hluta tímabilsins. „Hann er búinn að stjórna FH-vörninni með Ísak [Rafnssyni]. Þeir eru hrikalega flottir saman og tengja vel saman,“ sagði Einar Andri Einarsson um Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan - Úrvalslið fyrri hluta tímabilsins Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Grótta Tengdar fréttir „Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“ Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. 2. mars 2021 10:31 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Stefán Huldar Stefánsson, markvörður Gróttu, var valinn besti leikmaður fyrri hlutans. Lánsmaðurinn frá Haukum hefur verið frábær í marki nýliðanna og er með bestu hlutfallsmarkvörsluna í deildinni (40,6 prósent). Stefán fékk fullt hús í kosningu sérfræðinga Seinni bylgjunnar á mesta leikmanni fyrri hluta tímabilsins. „Hann er búinn að vera algjörlega frábær. Það má alveg koma fram að Grótta er búin að spila rosalega vel en það er kannski auðveldara að vera með þessa prósentu þegar þú ert fyrir aftan vörnina hjá Haukum og Selfossi eða þessum toppliðum þar sem þú færð betri blokkir. Hann er með svo mikið af góðum vörslum,“ sagði Bjarni Fritzson í Seinni bylgjunni í gær. Stefán var að sjálfsögðu í úrvalsliði fyrri hlutans. Auk Gróttu áttu fimm lið fulltrúa í úrvalsliðinu. Hægri vængurinn í því kemur úr KA sem er eina liðið sem á fleiri en einn fulltrúa í úrvalsliðinu. Árni Bragi Eyjólfsson er í hægra horninu og Áki Egilsnes í stöðu hægri skyttu. Ásbjörn Friðriksson, FH, er leikstjórnandi, Stjörnumaðurinn Tandri Már Konráðsson vinstri skytta, Orri Freyr Þorkelsson úr Haukum í vinstra horninu og Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson á línunni. Aron Kristjánsson, Haukum, var valinn besti þjálfari fyrri hlutans. FH-ingurinn Ágúst Birgisson var valinn besti varnarmaður fyrri hluta tímabilsins. „Hann er búinn að stjórna FH-vörninni með Ísak [Rafnssyni]. Þeir eru hrikalega flottir saman og tengja vel saman,“ sagði Einar Andri Einarsson um Ágúst. Klippa: Seinni bylgjan - Úrvalslið fyrri hluta tímabilsins
Olís-deild karla Seinni bylgjan KA Grótta Tengdar fréttir „Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“ Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. 2. mars 2021 10:31 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
„Hann bombaði þennan leik og var algjörlega frábær“ Stjarnan í sigri Valsmanna á FH-ingum í Olís deildinni í gær var mjög efnilegur leikmaður sem hefur ekki fengið alveg að njóta sín hjá Val í vetur. Hann greip aftur á móti tækifærið með báðum höndum þegar hann fékk það í stórleiknum á Hlíðarenda í gærkvöldi. 2. mars 2021 10:31