Halli valdi bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2021 16:30 Haraldur Þorvarðarson valdi fimm bestu félagaskipti tímabilsins í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Tvær Stjörnukonur voru á lista Haraldar Þorvarðarsonar yfir bestu félagaskipti tímabilsins í Olís-deild kvenna. Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Halli mætti vopnaður topp fimm lista yfir bestu félagaskiptin í Seinni bylgjuna í gær. „Deildin er orðin gríðarlega sterk og fullt af leikmönnum sem komu heim þannig mér fannst þetta tilvalið að taka þetta núna.“ Stjarnan átti tvo fulltrúa á lista Halla, þær Helenu Rut Örvarsdóttur og Evu Björk Davíðsdóttur sem komu báðar í Garðabæinn í sumar eftir nokkur ár í atvinnumennsku. Fjórar af fimm á lista Halla komu heim úr atvinnumennsku í sumar. Sú eina kom ekki úr atvinnumennsku er Karólína Bæhrenz Lárudóttir sem Fram fékk til að fylla skarð Þóreyjar Rósu Stefánsdóttur. „Mér fannst frábært hjá Stebba [Stefáni Arnarsyni, þjálfara Fram] að fá hana. Hún var hætt. Þórey Rósa fór í barneignarleyfi og við höfum ekki tekið eftir því. Hún hefur nánast fyllt þetta skarð.“ Klippa: Seinni bylgjan - Bestu félagaskiptin í Olís-deild kvenna Helena Rut er í 5. sæti á lista Halla, Karólína í 4. sætinu og Mariam Eradze, leikmaður Vals, í því þriðja. „Geggjaður varnarmaður, frábær að verja skot. Getur þrumað á markið. Valsarar misstu sterka varnarmenn og hún hefur fyllt það skarð mjög vel,“ sagði Halli. Eva Björk skipar 2. sætið á lista Halla. „Önnur metnaðarfull félagaskipti hjá Stjörnunni. Landsliðskona með mikla reynslu. Stýrir Stjörnuliðinu frá A til Ö. Hún er líka frábær varnarmaður,“ sagði Halli. Á toppi lista hans er svo Rut Jónsdóttir, leikmaður toppliðs KA/Þórs. Rut sneri aftur heim í sumar eftir tólf ár í atvinnumennsku. „Það er örvhenta undrið fyrir norðan. Hún er að mínu mati búin að vera best í deildinni í vetur. Hún hefur tekið KA/Þórs liðið upp á næsta stig. Hún stjórnar spilinu, skorar fullt af mörkum, er frábær varnarmaður og leiðtogi,“ sagði Halli. „KA/Þór er á toppnum og ég vil meina að það sé henni að þakka. Hún gerir alla hina miklu betri.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Tengdar fréttir Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01 Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR Íslenski boltinn Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Íslenski boltinn „Ég get ekki beðið“ Handbolti Fleiri fréttir Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Sjá meira
Ræddu „endurkomu drottningarinnar“ og handboltaskóna sem fóru í ruslið Handboltagoðsögnin og margfaldi meistarinn Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er hætt við að hætta í handbolta því hún var mætt á gólfið í leik Vals og ÍBV um helgina. Seinni bylgjan ræddi endurkomu Önnu sem hefur orðið sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum. 2. mars 2021 14:01