UNICEF og Alvotech í samstarf um bóluefni til fátækra ríkja Heimsljós 5. mars 2021 14:20 UNICEF Skrifað var undir samstarfssamning þess efnis að gefa 100 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 12,7 milljónir króna, til baráttu UNICEF við kórónaveiruna. Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech og forstjóri Alvogen, skrifuðu í gær undir samstarfssamning þess efnis að fyrirtækin gefa 100 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 12,7 milljónir króna, til baráttu UNICEF við kórónaveiruna. Stuðningurinn verður nýttur í þátttöku samtakanna í COVAX-samstarfinu þar sem UNICEF gegnir lykilhlutverki í að koma bóluefnum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. „Það hefur sérstaka þýðingu fyrir okkur hjá Alvo fyrirtækjunum að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og fellur einstaklega vel að hlutverki okkar að bæta líf og heilsu einstaklinga út um allan heim og auka aðgengi að hágæða lyfjum, óháð búsetu og efnahag. Það var líka einstaklega ánægjulegt að kynna stuðning okkar við verkefnið á fundi með yfir 2.000 starfsmönnum Alvo-fyrirtækjanna um allan heim í dag. Ég vil, fyrir hönd starfsmanna fyrirtækjanna, þakka Unicef og Covax fyrir þeirra mikilvæga starf og fyrir að gefa okkur tækifæri á að leggja þeim lið,“ sagði Róbert eftir að samningurinn var undirritaður í Hörpunni í gær. Róbert Vessman og Birna Þórarinsdóttir.UNICEF „Við erum Alvo fyrirtækjunum innilega þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning. Kórónaveirunni verður ekki útrýmt nema við útrýmum veirunni í öllum löndum heimsins. Vernda þarf þá staði sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin og tryggja að enginn verði skilinn eftir í baráttunni gegn heimsfaraldrinum. Það er markmið verkefnisins,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Á hverju ári bólusetur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hátt í helming allra barna í heiminum. Þrátt fyrir að COVAX-samstarfið snúist ekki um að bólusetja börn þá nýtir UNICEF nú sérþekkingu sína í bólusetningum til að takast á við þetta sögulega verkefni enda hefur veiran umturnað lífi barna um allan heim. „Sú ábyrgð sem UNICEF hefur verið falin við að bólusetja heimsbyggðina gegn COVID-19 bætist ofan á öll önnur reglubundin neyðarverkefni UNICEF fyrir börn og því er stuðningurinn verulega þýðingarmikill,“ segir Birna. Alvogen, systurfyrirtæki Alvotech, hefur verið dyggur stuðningsaðili UNICEF á Íslandi til fjölda ára. Fyrirtækið hefur meðal annars stutt neyðaraðgerðir UNICEF eftir jarðskjálftann í Nepal, brugðist við neyð barna og fjölskyldna á Sahel-svæðinu í Vestur-Afríku og stutt menntun barna á stríðshrjáðum og viðkvæmum svæðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent
Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, og Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður Alvotech og forstjóri Alvogen, skrifuðu í gær undir samstarfssamning þess efnis að fyrirtækin gefa 100 þúsund Bandaríkjadali, eða rúmar 12,7 milljónir króna, til baráttu UNICEF við kórónaveiruna. Stuðningurinn verður nýttur í þátttöku samtakanna í COVAX-samstarfinu þar sem UNICEF gegnir lykilhlutverki í að koma bóluefnum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. „Það hefur sérstaka þýðingu fyrir okkur hjá Alvo fyrirtækjunum að taka þátt í þessu mikilvæga verkefni og fellur einstaklega vel að hlutverki okkar að bæta líf og heilsu einstaklinga út um allan heim og auka aðgengi að hágæða lyfjum, óháð búsetu og efnahag. Það var líka einstaklega ánægjulegt að kynna stuðning okkar við verkefnið á fundi með yfir 2.000 starfsmönnum Alvo-fyrirtækjanna um allan heim í dag. Ég vil, fyrir hönd starfsmanna fyrirtækjanna, þakka Unicef og Covax fyrir þeirra mikilvæga starf og fyrir að gefa okkur tækifæri á að leggja þeim lið,“ sagði Róbert eftir að samningurinn var undirritaður í Hörpunni í gær. Róbert Vessman og Birna Þórarinsdóttir.UNICEF „Við erum Alvo fyrirtækjunum innilega þakklát fyrir þennan mikilvæga stuðning. Kórónaveirunni verður ekki útrýmt nema við útrýmum veirunni í öllum löndum heimsins. Vernda þarf þá staði sem hafa veikustu heilbrigðiskerfin og tryggja að enginn verði skilinn eftir í baráttunni gegn heimsfaraldrinum. Það er markmið verkefnisins,“ segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Á hverju ári bólusetur UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hátt í helming allra barna í heiminum. Þrátt fyrir að COVAX-samstarfið snúist ekki um að bólusetja börn þá nýtir UNICEF nú sérþekkingu sína í bólusetningum til að takast á við þetta sögulega verkefni enda hefur veiran umturnað lífi barna um allan heim. „Sú ábyrgð sem UNICEF hefur verið falin við að bólusetja heimsbyggðina gegn COVID-19 bætist ofan á öll önnur reglubundin neyðarverkefni UNICEF fyrir börn og því er stuðningurinn verulega þýðingarmikill,“ segir Birna. Alvogen, systurfyrirtæki Alvotech, hefur verið dyggur stuðningsaðili UNICEF á Íslandi til fjölda ára. Fyrirtækið hefur meðal annars stutt neyðaraðgerðir UNICEF eftir jarðskjálftann í Nepal, brugðist við neyð barna og fjölskyldna á Sahel-svæðinu í Vestur-Afríku og stutt menntun barna á stríðshrjáðum og viðkvæmum svæðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent