„Stórlega ýkt og menn ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. mars 2021 18:31 Orri Hlöðversson tók við stjórnartaumunum hjá ÍTF á dögunum. vísir/sigurjón Orri Hlöðversson, formaður Íslensk toppfótbolta, segir að sögusagnir um ný hagsmunasamtök tíu liða í efstu deild karla séu stórlega ýktar og hann segir að menn muni halda áfram að vinna saman að betri íslenskum fótbolta. Vísir greindi frá því í gær að fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla, öll nema HK og Keflavík, hafi fundað um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni. Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu. Orri sagði hins vegar frá því í Sportpakkanum í kvöld að honum vitandi væru ekki ný hagsmunasamtök í bígerð. „Ég get staðfest með vissu að svo er ekki. Ef það er svo þá er það mér algjörlega ókunnugt. Ég hef heyrt þessa frétt og fylgst með umræðunni en ég held að þetta sé stórlega ýkt og menn séu ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi,“ sagði Orri. Fundurinn snerist um allt annað. „Þetta var óformlegur fundur. Einn af mínum félögum í hreyfingunni hafði frumkvæðið að því að boða hann. Við fórum niður eftir og fundarefnið var staðan eftir þingið. Eins og þú veist var tekist á um keppnisfyrirkomulagið í efstu deild karla.“ Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að niðurstaða ársþingsins um síðustu helgi séu vonbrigði. „Útkoman var í raun og veru engin. Staðan verður eins og fyrirkomulagið eins. Í samhenginu vorum við að ræða að það blasir við nýjir sjónvarpssamningar um deildina og þar skiptir miklu mál hvernig fyrirkomulagið er. Við erum að selja vöru og vorum að stilla saman strengina í því. Hvernig við ætlum að stilla upp í þær viðræður.“ „Ég held að það sé vonbrigði að það sé engin niðurstaða. Það er kyrr staða en það er enginn heimsendir. Það er mót og við höfum spilað þetta skemmtilega mót með þessum hætti en mér fannst almennt í hreyfingunni vera mikinn vilji að fjölga leikjum og búa til fjölbreyttara dagskrárefni sem myndi auka virði samningsins.“ „Það eru vonbrigði að það hafi ekki gerst en menn voru ekki sammála um leiðirnar. Menn voru sammála um að fjölga en ekki um leiðirnar. Nú þurfum við að setjast aftur að borðinu og finna lausnir til að flétta þetta saman. Ég veit að það er ekkert svo ýkja langt á milli. Kannski skorti okkur meiri tíma og svigrúm. Við vorum komnir í tíma pressu þannig að ég er mjög bjartsýn að við munum ná saman um þetta og ÍTF mun leggja sitt að mörkum.“ Allt viðtalið við Orra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Orri ÍTF Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31 Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31 Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla, öll nema HK og Keflavík, hafi fundað um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni. Mikil óánægja er með að tillaga stjórnar KSÍ um að taka upp úrslitakeppni í efstu deild hafi verið felld á ársþingi sambandsins um helgina. Tillaga Fram um að fjölga liðum í efstu deild úr tólf í fjórtán var einnig felld á ársþinginu. Orri sagði hins vegar frá því í Sportpakkanum í kvöld að honum vitandi væru ekki ný hagsmunasamtök í bígerð. „Ég get staðfest með vissu að svo er ekki. Ef það er svo þá er það mér algjörlega ókunnugt. Ég hef heyrt þessa frétt og fylgst með umræðunni en ég held að þetta sé stórlega ýkt og menn séu ekki á buxunum að slíta neinu samstarfi,“ sagði Orri. Fundurinn snerist um allt annað. „Þetta var óformlegur fundur. Einn af mínum félögum í hreyfingunni hafði frumkvæðið að því að boða hann. Við fórum niður eftir og fundarefnið var staðan eftir þingið. Eins og þú veist var tekist á um keppnisfyrirkomulagið í efstu deild karla.“ Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að niðurstaða ársþingsins um síðustu helgi séu vonbrigði. „Útkoman var í raun og veru engin. Staðan verður eins og fyrirkomulagið eins. Í samhenginu vorum við að ræða að það blasir við nýjir sjónvarpssamningar um deildina og þar skiptir miklu mál hvernig fyrirkomulagið er. Við erum að selja vöru og vorum að stilla saman strengina í því. Hvernig við ætlum að stilla upp í þær viðræður.“ „Ég held að það sé vonbrigði að það sé engin niðurstaða. Það er kyrr staða en það er enginn heimsendir. Það er mót og við höfum spilað þetta skemmtilega mót með þessum hætti en mér fannst almennt í hreyfingunni vera mikinn vilji að fjölga leikjum og búa til fjölbreyttara dagskrárefni sem myndi auka virði samningsins.“ „Það eru vonbrigði að það hafi ekki gerst en menn voru ekki sammála um leiðirnar. Menn voru sammála um að fjölga en ekki um leiðirnar. Nú þurfum við að setjast aftur að borðinu og finna lausnir til að flétta þetta saman. Ég veit að það er ekkert svo ýkja langt á milli. Kannski skorti okkur meiri tíma og svigrúm. Við vorum komnir í tíma pressu þannig að ég er mjög bjartsýn að við munum ná saman um þetta og ÍTF mun leggja sitt að mörkum.“ Allt viðtalið við Orra má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Orri ÍTF
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna KSÍ Íslenski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31 Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31 Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01 „Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Ný hagsmunasamtök bestu félaga landsins í bígerð Fulltrúar tíu félaga í Pepsi Max-deild karla funduðu síðdegis í dag um að stofna ný samtök sem eiga að gæta hagsmuna félaganna í deildinni samkvæmt heimildum íþróttadeildar. 4. mars 2021 18:31
Segir vonbrigði sumra liða hafa verið það mikil að hann telji að menn hafi ekki kosið málefnalega Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, telur að ekki hafi verið um málefnalegar kosningar að ræða á ársþingi knattspyrnusambands Íslands um helgina þar sem tillaga um fjölgun leikja í efstu deild karla náði ekki í gegn. 2. mars 2021 18:31
Segir óeðlilegt að neðri deildar félög stjórni því hvernig fyrirkomulagið í efstu deild er E. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, segir að sú niðurstaða að hafa mótafyrirkomulag í efstu deild karla óbreytt sé vonbrigði. Hann segir að það komi til greina að Íslenskur toppfótbolti (ÍTF) verði aftur bara samtök félaga í efstu deild. 2. mars 2021 12:01
„Þessi samtök eru á ákveðnum krossgötum“ „Samtökin eru ekki eitthvað útibú frá KSÍ,“ segir Orri Vignir Hlöðversson, nýr formaður Íslensks toppfótbolta. Orri var sjálfkjörinn í embættið í síðustu viku eftir að Geir Þorsteinsson dró framboð sitt til baka, ósáttur við að framboð Orra væri álitið lögmætt, en Orri kveðst alls ekki líta svo á að hann hefji sitt starf í mótbyr. 23. febrúar 2021 09:39