„Hélt að Arnar Daði væri einhver kjáni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 10:30 Arnar Daði Arnarsson fór upp með Gróttu á síðustu leiktíð og nýliðarnir hafa bitið frá sér í vetur. vísir/hulda margrét Olís deild karla í handbolta fékk sviðsljósið í nýjasta þættinum af Sportinu í dag hlaðvarpinu á Vísi. Meðal annars var rætt um nýliða Gróttu og þjálfara þeirra. Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson fékk til sín þá Einar Andra Einarsson og Jóhann Gunnar Einarsson í tilefni af deildarkeppnin í Olís deildinni er rúmlega hálfnuð. Eitt af þeim liðum sem hafa vakið mikla athygli í deildinni í vetur er lið Gróttu á Seltjarnarnesi. Gróttuliðið er reyndar í tíunda sætinu en liðið er fimm stigum frá fallsæti og aðeins fjórum stigum á eftir Eyjamönnum. „Gróttan hefur eiginlega farið langt fram úr væntingum eiginlega allra og Grótta er með þannig lið að það getur tekið punkta á móti lunganum af liðunum í deildinni. Við erum alltaf að fara sjá fleiri stig hjá Gróttu, er það ekki bara klárt,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson. „Það kæmi manni verulega á óvart ef þeir myndu missa tökin á öllu því sem þeir eru búnir að gera. Það eru bara örfáir leikir í vetur þar sem þeir hafa verið spilaðir út úr leikjunum,“ sagði Einar Andri Einarsson. „Bara í Hafnarfirðinum, útileikir á Ásvöllum og í Krikanum. Annars hefur verið leikur,“ skaut Henry inn í. „Þeir gætu fræðilega verið með fleiri stig. Þeir hefðu getað náð jafntefli í síðustu umferð og töpuðu með einu marki á móti Haukum á heimavelli. Mér finnst eiginlega að Grótta ætti að vera með fleiri stig en færri,“ sagði Einar Andri. „Jói er Arnar Daði einn af þjálfurum ársins,“ spurði Henry Birgir Jóhann Gunnar Einarsson hreint út. „Hann er ein af óvæntu sögum þessa móts finnst mér. Persónulega hélt ég að þetta væri einhver kjáni og ég fer ekkert í grafgötur með það svona eftir að hafa fylgst með honum á Twitter,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Hann var bara að þjálfa yngri flokka og þetta er svolítið stökk að fara beint í meistaraflokksþjálfun. Hann hefur heldur betur látið mig skipta um skoðun því hann er að gera mjög flotta hluti,“ sagði Jóhann Gunnar. „Vissulega eru þeir í töflunni þar sem maður bjóst við þeim því það er enginn rosalegur árangur að vera fyrir ofan ÍR og Þór. Þeir eru út úr úrslitakeppninni eins og er og þetta er því ekki eitthvað ævintýri. Þetta eru hins vegar alltaf leikir hjá þeim og maður er ánægður með að lið sem koma upp úr Grill deildinni verða samkeppnishæf,“ sagði Jóhann Gunnar. Það má hlusta á allan þáttinn af Sportinu í dag hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Olís-deild karla Grótta Sportið í dag Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Setti heimsmet fyrir mömmu sína Sport Fleiri fréttir „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Sjá meira