Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. Tíu ár eru í dag liðin frá jarðskjálftanum mikla sem reið yfir klukkan 14:46 að staðartíma, klukkan 5:46 að íslenskum tíma, föstudaginn 11. mars árið 2011. Hann átti upptök sín á hafsbotni um 97 kílómetra austur af borginni Sendai á norðausturströnd Honshu-eyju, stærstu eyju Japans. Skjálftinn var níu að stærð, sá stærsti sem hefur mælst í Japan fyrr eða síðar. Hann kom af stað mikilli flóðbylgju sem gekk á land á Honshu. Íbúar fengu aðeins tíu mínútna fyrirvara áður en bylgjan skall á ströndinni. Fleiri en átján þúsund manns fórust þegar sjórinn skolaði burt heilu bæjunum. Heimsbyggðin fylgdist lömuð með sjónvarpsútsendingum frá Japan sem sýndu flóðbylgjuna ganga sífellt lengra inn á land og hrífa með sér allt lauslegt, allt frá bílum og skipum til heilu húsanna. Bylgjan var um tíu metra há þegar hún gekk yfir austurströnd Japans en sums staðar voru frásagnir um að hún hefði verið hátt í fjörutíu metrar. Sjór gekk allt að tíu kílómetra inn á land. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndir af flóðbylgjunni ganga á land í Sendai í útsendingu CNN-fréttastöðvarinnar. Ógnarkraftur náttúrunnar olli einnig versta kjarnorkuslysi í sögunni frá Tsjernóbýlslysinu þegar flóðbylgjan flæddi inn í ofna Fukushima Daiichi-kjarnorkuversins í bænum Okuma í Fukushima-héraði. Geislavirkt efni tók að leka frá verinu þegar ofnarnir bræddu úr sér. Áður en yfir lauk þurfti að forða fleiri en 150.000 manns frá svæðinu í kring. Allt í allt þurfti hátt í hálf milljón manna að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftans, flóðbylgjunnar og kjarnorkuslyssins. Íbúar á flóðasvæðunum fundu rústir einar þegar þeir fóru heim til sín eftir að flóðbylgjunni slotaði. Nágrenni Fukushima-kjarnorkuversins er bannsvæði enn þann dag í dag sem þýðir að um 40.000 manns hafa enn ekki getað farið heim til sín, að sögn AP-fréttastofunnar. Kortið sýnir upptakastað jarðskjálftans mikla við norðaustuströnd Honshu-eyju 11. mars árið 2011.Vísir Íbúum Fukushima fækkað um tíu prósent Hreinsunarstarf vegna kjarnorkuslyssins stendur enn yfir en áætlað er að það gæti tekið allt að fjörutíu ár til viðbótar. Stefnt er að því að leyfa íbúum nokkurra bæja sem hafa verið lokaðir að snúa þangað aftur á næsta ári. Kjarnorkuslysið hefur sett svartan blett á Fukushima-hérað og nafnið sjálft er líkt og Tsjernóbýl áður geislavirkt í hugum margra. Bændur á svæðinu eiga þannig erfitt með að selja afurðir sínar þrátt fyrir að grannt sé fylgst með geislavirkni. Nokkur nágrannaríki í Asíu banna enn innflutning á landsbúnaðarvörum og fiskafurðum frá Fukushima. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir íbúar hafa þegar ákveðið að snúa aldrei aftur til fyrri heimkynna sinna. Þeir óttist geislunina, þeir hafi hafið nýtt líf annars staðar eða vilji ekki fara aftur á hamfarasvæðið. Almenn fólksfækkun er í Japan en í Fukushima hefur hún orðið enn hraðari. Íbúum Fukushima-héraðs hefur fækkað um tíu prósent frá hamfaraárinu 2011 en á landsvísu hefur fækkunin verið tvö prósent. Fólk yfir 65 ára aldri er þriðjungur íbúa héraðsins borið saman við 29 prósent á landsvísu, að sögn New York Times. Þrátt fyrir að stjórnvöld segi að geislun fari minnkandi í Fukushima og vísindamenn telji áhrif hennar á heilsu fólks hverfandi til skemmri tíma litið er lítið vitað um langtímaáhrif viðvarandi geislunar. Öryggisverðir gæta leiðarinnar inn í bæinn Futaba. Nú tíu árum eftir kjarnorkuslysið í Fukushima eru enn nokkrir bæir á bannsvæði vegna geislavirkni. Tugir þúsunda manna hafa ekki getað snúið heim til sín.Vísir/EPA Endurlifði áfallið í skólanum Bærinn Futaba er einn tólf bæja í nágrenni Fukushima sem eru enn á bannsvæði. Á meðal hundruð íbúa Futaba sem þurftu að flýja er Hazuki Sato sem var tíu ára gömul þegar hörmungarnar dundu yfir. Hún var í skólanum þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu um þrjá kílómetra í burtu. „Ég hafði ekki hugmynd um hvers vegna við þurftum að flýja inn í bygginguna. Þegar ég hugsa um það núna geri ég mér grein fyrir því að við fórum inn vegna þess að kjarnorkuverið hafði sprungið,“ segir hún við AP-fréttastofuna. Næstu árin þegar Sato flakkaði á milli héraða með foreldrum sínum endurlifði hún áfallið í skólanum. „Þegar ég minntist atburðanna 11. mars komst ég stundum ekki hjá því að gráta. Ég gat ekki tekið þátt í rýmingaræfingum í skólanum vegna þess að þær minntu mig á minninguna. Það var of ógnvekjandi. Mér fannst sem ég væri aftur stödd þar,“ segir Sato. Þrátt fyrir allt sem hefur dunið á elur Sato þann draum í brjósti að snúa aftur heim til Futaba einn daginn og lifa eðlilegu lífi þar. Hún starfar nú fyrir bæjarstjórnina að uppbyggingu bæjarins. „Einhvern daginn vil ég grilla með fjölskyldunni minni og vinum í Futaba aftur,“ segir hún. Kona biður fyrir frænda sínum sem fórst í hamförunum fyrir tíum árum í Namie í gær. Japanir minnast þeirra í dag en athafnir verða smáar í sniðum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins.Vísir/Getty „Hringja“ í látna ástvini Ríkisstjórn Japans hefur varið um 300 milljörðum dollara, jafnvirði um 38.490 milljarða íslenskra króna, í hreinsunar- og uppbyggingarstarf eftir flóðbylgjuna í Tohoku, svæðinu sem Fukushima og fimm önnur héruð tilheyra. Hægt er að byggja hús í stað þeirra sem flóðbylgjan hreif með sér en tíminn hefur ekki grætt sár allra þeirra þúsunda sem misstu ástvini. Sumir þeirra leita huggunar í ótengdum símaklefa innan um kirsuberjatré í bænum Otsuchi, um fimm hundruð kílómetra norðaustur af Tókýó. Einn þeirra er Kazuyoshi Sasaki. Eiginkona hans, Miwako, fórst í hamförunum fyrir tíu árum. Hann leitaði að Miwako í rýmingarmiðstöðvum og bráðabirgðalíkgeymslum í fleiri daga eftir að ósköpin dundu á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á kvöldin fór hann heim í rústir heimilis þeirra. „Þetta gerðist allt á augnabliki, ég get enn ekki gleymt því. Ég sendi þér skilaboð og sagði þér hvar ég væri en þú leist ekki á þau. Þegar ég kom heim í húsið og leit upp til himins sá ég þúsundir stjarna, þetta var eins og að horfa á skartgripskríni. Ég grét og grét og ég vissi þá að svo margt fólk hlyti að hafa farist,“ segir Sasaki sem er 67 ára gamall í símann. Símaklefinn hefur fengið nafnið Sími vindsins. Þúsundir gesta frá öllu Japan heimsækja nú garðinn árlega, ekki aðeins þeir sem lifðu hamfararnir af heldur fólk sem hefur misst nákomna af völdum veikinda eða sjálfsvígs. Sachiko Okawa missti eiginmann sinn, Toichiro, til 44 ára í flóðbylgjunni. Hún segir honum brostinni röddu að hún sé einmana og biður hann um að vaka yfir fjölskyldunni. „Þetta lætur mér líða aðeins betur,“ segir Sachiko, 76 ára, við Reuters. Stundum finnst henni sem hún heyri Toichiro á hinum enda línunnar. Yasuo Takamatsu býr sig undir að kafa í Takenoura-flóa í Miyagi-héraði árið 2014. Hann lærði köfun gagngert til að leita að líkamsleifum Yuko, konu sinnar, sem hvarf í flóðbylgjunni.AP/Koji Ueda Leitar enn að konu sinni Aðrir hafa aldrei gefið upp vonina um að finna leifar ástvina sinna þó að áratugur sé nú liðinn frá því að þeim skolaði út á haf þegar flóðbylgjan gekk til baka. Yasuo Takamatsu, sem nú er 64 ára gamall, missti eiginkonu sína Yuko þegar flóðbylgjan fór yfir Onagawa í Miyagi-héraði. Hann leitar hennar ennþá. „Ég hugsa alltaf um að hún kunni að vera einhvers staðar nærri,“ segir Takamatsu sem lærði að kafa til að leita að líkamsleifu Yuko. Hann hefur kafað vikulega síðustu sjö árin en auk þess tekur hann þátt í mánaðarlegri neðansjávarleit yfirvalda á svæðinu að líkum um 2.500 manna sem hafa aldrei fundist. Takamatsu hefur fundið myndaalbúm, föt og aðra muni en ætlar að halda áfram að leita að Yuko eins lengi og hann getur hreyft sig. „Í síðustu textaskilaboðunum sem hún sendi mér sagði hún: „Er allt í lagi með þig? Ég vil fara heim.“ Ég er viss um að hún vill ennþá fara heim,“ segir Takamatsu. Japan Fréttaskýringar Kjarnorka Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Tíu ár eru í dag liðin frá jarðskjálftanum mikla sem reið yfir klukkan 14:46 að staðartíma, klukkan 5:46 að íslenskum tíma, föstudaginn 11. mars árið 2011. Hann átti upptök sín á hafsbotni um 97 kílómetra austur af borginni Sendai á norðausturströnd Honshu-eyju, stærstu eyju Japans. Skjálftinn var níu að stærð, sá stærsti sem hefur mælst í Japan fyrr eða síðar. Hann kom af stað mikilli flóðbylgju sem gekk á land á Honshu. Íbúar fengu aðeins tíu mínútna fyrirvara áður en bylgjan skall á ströndinni. Fleiri en átján þúsund manns fórust þegar sjórinn skolaði burt heilu bæjunum. Heimsbyggðin fylgdist lömuð með sjónvarpsútsendingum frá Japan sem sýndu flóðbylgjuna ganga sífellt lengra inn á land og hrífa með sér allt lauslegt, allt frá bílum og skipum til heilu húsanna. Bylgjan var um tíu metra há þegar hún gekk yfir austurströnd Japans en sums staðar voru frásagnir um að hún hefði verið hátt í fjörutíu metrar. Sjór gekk allt að tíu kílómetra inn á land. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndir af flóðbylgjunni ganga á land í Sendai í útsendingu CNN-fréttastöðvarinnar. Ógnarkraftur náttúrunnar olli einnig versta kjarnorkuslysi í sögunni frá Tsjernóbýlslysinu þegar flóðbylgjan flæddi inn í ofna Fukushima Daiichi-kjarnorkuversins í bænum Okuma í Fukushima-héraði. Geislavirkt efni tók að leka frá verinu þegar ofnarnir bræddu úr sér. Áður en yfir lauk þurfti að forða fleiri en 150.000 manns frá svæðinu í kring. Allt í allt þurfti hátt í hálf milljón manna að yfirgefa heimili sín vegna jarðskjálftans, flóðbylgjunnar og kjarnorkuslyssins. Íbúar á flóðasvæðunum fundu rústir einar þegar þeir fóru heim til sín eftir að flóðbylgjunni slotaði. Nágrenni Fukushima-kjarnorkuversins er bannsvæði enn þann dag í dag sem þýðir að um 40.000 manns hafa enn ekki getað farið heim til sín, að sögn AP-fréttastofunnar. Kortið sýnir upptakastað jarðskjálftans mikla við norðaustuströnd Honshu-eyju 11. mars árið 2011.Vísir Íbúum Fukushima fækkað um tíu prósent Hreinsunarstarf vegna kjarnorkuslyssins stendur enn yfir en áætlað er að það gæti tekið allt að fjörutíu ár til viðbótar. Stefnt er að því að leyfa íbúum nokkurra bæja sem hafa verið lokaðir að snúa þangað aftur á næsta ári. Kjarnorkuslysið hefur sett svartan blett á Fukushima-hérað og nafnið sjálft er líkt og Tsjernóbýl áður geislavirkt í hugum margra. Bændur á svæðinu eiga þannig erfitt með að selja afurðir sínar þrátt fyrir að grannt sé fylgst með geislavirkni. Nokkur nágrannaríki í Asíu banna enn innflutning á landsbúnaðarvörum og fiskafurðum frá Fukushima. Breska ríkisútvarpið BBC segir að sumir íbúar hafa þegar ákveðið að snúa aldrei aftur til fyrri heimkynna sinna. Þeir óttist geislunina, þeir hafi hafið nýtt líf annars staðar eða vilji ekki fara aftur á hamfarasvæðið. Almenn fólksfækkun er í Japan en í Fukushima hefur hún orðið enn hraðari. Íbúum Fukushima-héraðs hefur fækkað um tíu prósent frá hamfaraárinu 2011 en á landsvísu hefur fækkunin verið tvö prósent. Fólk yfir 65 ára aldri er þriðjungur íbúa héraðsins borið saman við 29 prósent á landsvísu, að sögn New York Times. Þrátt fyrir að stjórnvöld segi að geislun fari minnkandi í Fukushima og vísindamenn telji áhrif hennar á heilsu fólks hverfandi til skemmri tíma litið er lítið vitað um langtímaáhrif viðvarandi geislunar. Öryggisverðir gæta leiðarinnar inn í bæinn Futaba. Nú tíu árum eftir kjarnorkuslysið í Fukushima eru enn nokkrir bæir á bannsvæði vegna geislavirkni. Tugir þúsunda manna hafa ekki getað snúið heim til sín.Vísir/EPA Endurlifði áfallið í skólanum Bærinn Futaba er einn tólf bæja í nágrenni Fukushima sem eru enn á bannsvæði. Á meðal hundruð íbúa Futaba sem þurftu að flýja er Hazuki Sato sem var tíu ára gömul þegar hörmungarnar dundu yfir. Hún var í skólanum þegar sprenging varð í kjarnorkuverinu um þrjá kílómetra í burtu. „Ég hafði ekki hugmynd um hvers vegna við þurftum að flýja inn í bygginguna. Þegar ég hugsa um það núna geri ég mér grein fyrir því að við fórum inn vegna þess að kjarnorkuverið hafði sprungið,“ segir hún við AP-fréttastofuna. Næstu árin þegar Sato flakkaði á milli héraða með foreldrum sínum endurlifði hún áfallið í skólanum. „Þegar ég minntist atburðanna 11. mars komst ég stundum ekki hjá því að gráta. Ég gat ekki tekið þátt í rýmingaræfingum í skólanum vegna þess að þær minntu mig á minninguna. Það var of ógnvekjandi. Mér fannst sem ég væri aftur stödd þar,“ segir Sato. Þrátt fyrir allt sem hefur dunið á elur Sato þann draum í brjósti að snúa aftur heim til Futaba einn daginn og lifa eðlilegu lífi þar. Hún starfar nú fyrir bæjarstjórnina að uppbyggingu bæjarins. „Einhvern daginn vil ég grilla með fjölskyldunni minni og vinum í Futaba aftur,“ segir hún. Kona biður fyrir frænda sínum sem fórst í hamförunum fyrir tíum árum í Namie í gær. Japanir minnast þeirra í dag en athafnir verða smáar í sniðum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins.Vísir/Getty „Hringja“ í látna ástvini Ríkisstjórn Japans hefur varið um 300 milljörðum dollara, jafnvirði um 38.490 milljarða íslenskra króna, í hreinsunar- og uppbyggingarstarf eftir flóðbylgjuna í Tohoku, svæðinu sem Fukushima og fimm önnur héruð tilheyra. Hægt er að byggja hús í stað þeirra sem flóðbylgjan hreif með sér en tíminn hefur ekki grætt sár allra þeirra þúsunda sem misstu ástvini. Sumir þeirra leita huggunar í ótengdum símaklefa innan um kirsuberjatré í bænum Otsuchi, um fimm hundruð kílómetra norðaustur af Tókýó. Einn þeirra er Kazuyoshi Sasaki. Eiginkona hans, Miwako, fórst í hamförunum fyrir tíu árum. Hann leitaði að Miwako í rýmingarmiðstöðvum og bráðabirgðalíkgeymslum í fleiri daga eftir að ósköpin dundu á, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Á kvöldin fór hann heim í rústir heimilis þeirra. „Þetta gerðist allt á augnabliki, ég get enn ekki gleymt því. Ég sendi þér skilaboð og sagði þér hvar ég væri en þú leist ekki á þau. Þegar ég kom heim í húsið og leit upp til himins sá ég þúsundir stjarna, þetta var eins og að horfa á skartgripskríni. Ég grét og grét og ég vissi þá að svo margt fólk hlyti að hafa farist,“ segir Sasaki sem er 67 ára gamall í símann. Símaklefinn hefur fengið nafnið Sími vindsins. Þúsundir gesta frá öllu Japan heimsækja nú garðinn árlega, ekki aðeins þeir sem lifðu hamfararnir af heldur fólk sem hefur misst nákomna af völdum veikinda eða sjálfsvígs. Sachiko Okawa missti eiginmann sinn, Toichiro, til 44 ára í flóðbylgjunni. Hún segir honum brostinni röddu að hún sé einmana og biður hann um að vaka yfir fjölskyldunni. „Þetta lætur mér líða aðeins betur,“ segir Sachiko, 76 ára, við Reuters. Stundum finnst henni sem hún heyri Toichiro á hinum enda línunnar. Yasuo Takamatsu býr sig undir að kafa í Takenoura-flóa í Miyagi-héraði árið 2014. Hann lærði köfun gagngert til að leita að líkamsleifum Yuko, konu sinnar, sem hvarf í flóðbylgjunni.AP/Koji Ueda Leitar enn að konu sinni Aðrir hafa aldrei gefið upp vonina um að finna leifar ástvina sinna þó að áratugur sé nú liðinn frá því að þeim skolaði út á haf þegar flóðbylgjan gekk til baka. Yasuo Takamatsu, sem nú er 64 ára gamall, missti eiginkonu sína Yuko þegar flóðbylgjan fór yfir Onagawa í Miyagi-héraði. Hann leitar hennar ennþá. „Ég hugsa alltaf um að hún kunni að vera einhvers staðar nærri,“ segir Takamatsu sem lærði að kafa til að leita að líkamsleifu Yuko. Hann hefur kafað vikulega síðustu sjö árin en auk þess tekur hann þátt í mánaðarlegri neðansjávarleit yfirvalda á svæðinu að líkum um 2.500 manna sem hafa aldrei fundist. Takamatsu hefur fundið myndaalbúm, föt og aðra muni en ætlar að halda áfram að leita að Yuko eins lengi og hann getur hreyft sig. „Í síðustu textaskilaboðunum sem hún sendi mér sagði hún: „Er allt í lagi með þig? Ég vil fara heim.“ Ég er viss um að hún vill ennþá fara heim,“ segir Takamatsu.