Barcelona er einungis fjórum stigum frá toppliði Atletico Madrid á Spáni eftir 3-1 sigur á botnliði Huesca í kvöld.
Lionel Messi jafnaði í kvöld leikjamet Xavi hjá Börsungum en Argentínumaðurinn lék sinn 757. leik fyrir félagið í kvöld.
Hann fagnaði því með stórkostlegu marki á þrettándu mínútu er hann hans fór í slána, jörðina, slána og inn.
Lionel Messi has equalled Xavi’s record for most appearances for Barcelona (767).
— Squawka Football (@Squawka) March 15, 2021
Two club legends. 🇦🇷🤝🇪🇸 pic.twitter.com/rhy9bqAnxL
Antoine Griezmann tvöfaldaði forystuna á 35. mínútu og það mark var einnig glæsilegt skot fyrir utan teiginn.
Á fjórðu mínútu fyrri hálfleiks fengu gestirnir hins vegar vítaspyrnu er Marc-Ter Stegen gerðist brotlegur.
Rafa Mir skoraði af miklu öryggi og staðan 2-1 fyrir Barcelona í leikhlé.
Varnarmaðurinn Oscar Mingueza gerði út um leikinn fyrir Barcelona á 53. mínútu er hann skoraði eftir sendingu Messi.
Þetta var fyrsta mark Mingueza fyrir félagið en Messi bætti sjálfur við fjórða markinu í uppbótartíma.
Börsungar með 59 stig í öðru sætinu, fjórum stigum á eftir Atletico Madrid.
Það er hins vegar meira vesen á Huesca sem er á botni deildarinnar, sem eru fjórum stigum frá öruggu sæti.
🔥Lionel Messi has become the first player in @LaLiga history to score 20+ goals in 13 consecutive seasons!
— SPORF (@Sporf) March 15, 2021
🐐The greatest of all time rewriting history. pic.twitter.com/n0DcKw6lYE