Hildigunnur lék með Val áður en hún fór gekk til liðs við Tertnes Håndball Elite í Noregi. Eftir tvö ár þar fór hún til Heid í Svíþjóð.
Undanfarin sex ár hefur Hildigunnur leikið í Þýskalandi, fyrir utan eitt tímabil með Hypo Niederösterreich í Austurríki. Í Þýskalandi lék Hildigunnur með Leipzig, Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen.
„Ég er rosa spennt að koma heim í Val. Ég er búin að vera 9 ár úti og finnst núna vera rétti tíminn til að koma heim og byrja að vinna og koma heim til fjölskyldunnar. Ég veit að ég mun sakna boltans hérna úti en ég er það spennt að flytja til Íslands að ég veit að ákvörðunin er rétt. Ég er mjög ánægð að geta farið heim í Val og klárað ferlinn minn þar,“ segir Hildigunnur í tilkynningu frá Val.
Hildigunnur, sem er 33 ára, hefur leikið 81 landsleik og skorað í þeim 82 mörk.
Hildigunnur Einarsdóttir semur við Val! Hildigunnur Einarsdo ttir hefur skrifað undir þriggja a ra samning við Val og...
Posted by Valur Handbolti on Wednesday, March 17, 2021

Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.