Valdi úrvalslið heldri borgara fyrir Seinni bylgjuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2021 13:30 Björgvin Páll Gústavsson er að sjálfsögðu í liðinu og hann gæti verið það í ansi mörg tímabil til viðbótar. Vísir/Vilhelm Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, setti saman draumalið sitt í þætti gærkvöldsins. Að þessu sinni var kominn tími á að skoða eldri leikmenn í Olís deild karla. „Vindum okkur í draumaliðið han Tedda. Áður en við skoðum þetta hvað ertu að fara að bjóða okkur upp á,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson sérfræðinginn sinn Theódór Ingi Pálmason. „Ég er búinn að læra það af Jóa okkar að hann er alltaf að tala um sjálfan sig og sinn feril. Hann hefur minnst á það en ég spilaði reyndar líka þótt að það muni ekki margir eftir því. Ég var að spila í deildinni fyrir fimm árum síðan og þá var ég 28 ára gamall. Ég upplifði mig þá sem gamla karlinn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason. „Ég var næstelstur í FH, bara Andri Berg sem var eldri en ég. Mér fannst ég vera með eldri mönnum í deildinni. Svo horfir maður á þetta núna fimm árum seinna og þá eru fleiri jafnaldrar mínir að spila og hvert einasta lið með þrjá til fjóra eldri menn,“ sagði Theódór Ingi. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið heldri borgara í deildinni „Ég fór að skoða þetta aðeins og miðaði við leikmenn sem eru 30 ára og eldri. Ég bar saman þessi tvö tímabil, annars vegar 2020-21 og svo hins vegar 2015-16. Það eru 42 leikmenn núna sem eru eldri en þrítugir en voru bara 24 þá,“ sagði Theódór Ingi sem segir að eldri leikmönnum sé augljóslega að fjölga í deildinni. Eftir þessar vangaveltur um að fleiri eldri leikmenn fái nú tækifæri í deildinni þá var kominn tími á að setja saman úrvalslið því tengdu. Theódór Ingi Pálmason valdi því úrvalslið heldri borgara í Olís deild karla eins og Henry Birgir kallaði hópinn. „Ég ætlaði nú að kalla þetta gamlingja en jæja, skaut Theódór Ingi inn í. Til að komast í liðið hans þá þurftu leikmenn að vera fæddir á níunda áratugnum eða 1989 og fyrr. Úrvalsliðið og umfjöllun um það má finna hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira
„Vindum okkur í draumaliðið han Tedda. Áður en við skoðum þetta hvað ertu að fara að bjóða okkur upp á,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson sérfræðinginn sinn Theódór Ingi Pálmason. „Ég er búinn að læra það af Jóa okkar að hann er alltaf að tala um sjálfan sig og sinn feril. Hann hefur minnst á það en ég spilaði reyndar líka þótt að það muni ekki margir eftir því. Ég var að spila í deildinni fyrir fimm árum síðan og þá var ég 28 ára gamall. Ég upplifði mig þá sem gamla karlinn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason. „Ég var næstelstur í FH, bara Andri Berg sem var eldri en ég. Mér fannst ég vera með eldri mönnum í deildinni. Svo horfir maður á þetta núna fimm árum seinna og þá eru fleiri jafnaldrar mínir að spila og hvert einasta lið með þrjá til fjóra eldri menn,“ sagði Theódór Ingi. Klippa: Seinni bylgjan: Úrvalslið heldri borgara í deildinni „Ég fór að skoða þetta aðeins og miðaði við leikmenn sem eru 30 ára og eldri. Ég bar saman þessi tvö tímabil, annars vegar 2020-21 og svo hins vegar 2015-16. Það eru 42 leikmenn núna sem eru eldri en þrítugir en voru bara 24 þá,“ sagði Theódór Ingi sem segir að eldri leikmönnum sé augljóslega að fjölga í deildinni. Eftir þessar vangaveltur um að fleiri eldri leikmenn fái nú tækifæri í deildinni þá var kominn tími á að setja saman úrvalslið því tengdu. Theódór Ingi Pálmason valdi því úrvalslið heldri borgara í Olís deild karla eins og Henry Birgir kallaði hópinn. „Ég ætlaði nú að kalla þetta gamlingja en jæja, skaut Theódór Ingi inn í. Til að komast í liðið hans þá þurftu leikmenn að vera fæddir á níunda áratugnum eða 1989 og fyrr. Úrvalsliðið og umfjöllun um það má finna hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn Leik lokið: Vestri - Víkingur | Víkingur vann toppslaginn fyrir vestan Íslenski boltinn Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Hafnaði Manchester fyrir borg englanna Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Tah til Bayern og sögulegt lið Leverkusen að sundrast Fótbolti Fleiri fréttir Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla „Er þreyttur núna, ég skal bara viðurkenna það“ Anton og Jónas dæma á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar Viktor Gísli og Wisla Plock með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu Hannes fær Íslandsmeistara til Austurríkis Myndaveisla: Valskonur Íslandsmeistarar þriðja árið í röð „Erum búin að vera í fimm úrslitaleikjum“ „Þvílík vegferð sem þetta er búið að vera“ „Þær vinna þetta Íslandsmót sanngjarnt“ „Hefði ekki verið hægt að skrifa þennan endi“ Gerir ekki upp á milli Arons og Óla Stef: „Verður mikill söknuður af honum“ Uppgjörið: Valur - Haukar 30-25 | Íslandsmeistarar þriðja árið í röð Alltaf markmiðið að verða Íslandsmeistari Goðsagnir senda Aroni kveðjur: „Einn besti leikmaður allra tíma“ „Stórmannlegt“ af Aroni sem hafi tekið rétta ákvörðun Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Sjá meira