Rory McIlroy sló boltanum í sundlaug á heimsmótinu í holukeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 09:00 Þetta var erfiður dagur fyrir norður-írska kylfinginn Rory McIlroy. AP/David J. Phillip Rory McIlroy átti afar skrautlegt högg í tapi á móti Ian Poulter í fyrsta umferð Heimsmótsins í holukeppni sem fram fer í Texas þessa dagana. Aðeins 64 kylfingar fengu að vera með í mótinu og þeim var skipt niður í sextán fjögurra manna riðla þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti í sextán manna úrslitum. Riðlakeppnin fer fram frá miðvikudegi til föstudags. Rory McIlroy lands shot in a swimming pool as slump continues in heavy match-play loss to Ian Poulterhttps://t.co/YiSA57sX75— Independent Sport (@IndoSport) March 24, 2021 Ian Poulter vann öruggan 6&5 sigur á Rory McIlroy í fyrstu umferðinni en hann var kominn sex holum yfir þegar aðeins fimm holur voru eftir. Leiknum lauk því á þrettándu holunni. Norður-Írinn, sem var í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla, átti meðal annars eitt skrautlegt högg sem endaði í sundlaug sem var í garði á húsi við völlinn. Þetta var upphafshögg Rory McIlroy og hann missti boltann svakalega til vinstri eins og sjá má hér fyrir neðan. 4th Hole: 3-putt from 18 feet. 5th Hole: Tee shot finds swimming pool.@IanJamesPoulter is taking advantage of Rory McIlroy's slow start and is 3UP thru 5. pic.twitter.com/rhnvApdGOo— PGA TOUR (@PGATOUR) March 24, 2021 Höggið kom á fimmtu holu á golfvellinum í Austin en var aðeins eitt af mörgum slökum höggum Rory McIlroy í þessum leik. Hann hitti líka í vatnið á þrettándu holunni og með því gulltryggði Ian Poulter sigurinn sinn. Þetta var fyrsti hringurinn hjá Rory McIlroy síðan að hann hóf að vinna með þjálfaranum Pete Cowen. Poulter og McIlroy leika í riðli með þeim Cameron Smith og Lanto Griffin. Þar hafði Smith betur á lokaholu dagsins. Önnur óvænt úrslit á fyrsta deginum voru þau að Antoine Rozner hafði betur 2&0 á móti Bryson DeChambeau. DeChambeau er í fimmta sæti heimslistans á meðan Rozner er í 64. sæti. Sergio Garcia vann 4&3 sigur á Lee Westwood, Dustin Johnson vann Adam Long 2&0 og Matt Kuchar vann 3&2 sigur á Justin Thomas svo einhver önnur úrslit séu nefnd. Golf Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Aðeins 64 kylfingar fengu að vera með í mótinu og þeim var skipt niður í sextán fjögurra manna riðla þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti í sextán manna úrslitum. Riðlakeppnin fer fram frá miðvikudegi til föstudags. Rory McIlroy lands shot in a swimming pool as slump continues in heavy match-play loss to Ian Poulterhttps://t.co/YiSA57sX75— Independent Sport (@IndoSport) March 24, 2021 Ian Poulter vann öruggan 6&5 sigur á Rory McIlroy í fyrstu umferðinni en hann var kominn sex holum yfir þegar aðeins fimm holur voru eftir. Leiknum lauk því á þrettándu holunni. Norður-Írinn, sem var í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið var í riðla, átti meðal annars eitt skrautlegt högg sem endaði í sundlaug sem var í garði á húsi við völlinn. Þetta var upphafshögg Rory McIlroy og hann missti boltann svakalega til vinstri eins og sjá má hér fyrir neðan. 4th Hole: 3-putt from 18 feet. 5th Hole: Tee shot finds swimming pool.@IanJamesPoulter is taking advantage of Rory McIlroy's slow start and is 3UP thru 5. pic.twitter.com/rhnvApdGOo— PGA TOUR (@PGATOUR) March 24, 2021 Höggið kom á fimmtu holu á golfvellinum í Austin en var aðeins eitt af mörgum slökum höggum Rory McIlroy í þessum leik. Hann hitti líka í vatnið á þrettándu holunni og með því gulltryggði Ian Poulter sigurinn sinn. Þetta var fyrsti hringurinn hjá Rory McIlroy síðan að hann hóf að vinna með þjálfaranum Pete Cowen. Poulter og McIlroy leika í riðli með þeim Cameron Smith og Lanto Griffin. Þar hafði Smith betur á lokaholu dagsins. Önnur óvænt úrslit á fyrsta deginum voru þau að Antoine Rozner hafði betur 2&0 á móti Bryson DeChambeau. DeChambeau er í fimmta sæti heimslistans á meðan Rozner er í 64. sæti. Sergio Garcia vann 4&3 sigur á Lee Westwood, Dustin Johnson vann Adam Long 2&0 og Matt Kuchar vann 3&2 sigur á Justin Thomas svo einhver önnur úrslit séu nefnd.
Golf Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira