Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 08:44 Róbert Wessmann, stofnandi Alvotech. Alvotech Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Í yfirlýsingu frá Halldóri Kristmannssyni, framkvæmdastjóra og nánum samstarfsmanni Róberts til fjölda ára, kemur fram að hann hafi stigið fram sem uppljóstrari innan fyrirtækjanna tveggja og vakið athygli á því sem hann taldi óeðlilegri háttsemi forstjórans. Skorar hann á stjórnir fyrirtækjanna og koma Róberti frá og láta rannsaka „lífslátshótanir og ógnandi textaskilaboð“ sem Halldór heldur fram að Róbert hafi sent fyrrverandi samstarfsmönnum og fjölskyldum árið 2016. Segist Halldór hafa lagt fram tugi tölvupósta og textaskilaboða sem sýni að hann hafi verið beittur óeðlilegum þrýstingi til að koma höggi á óvildarmenn Róberts. Gögnin sýni að Róbert hafi borðið háttsetta embættismenn á Íslandi, alþjóðlegan fjárfesti og íslenskan blaðamann þungum sökum sem Halldór taldi „algjörlega ósannar og svívirðilegar“. Lýsir Halldór því jafnframt að Róbert hafi eitt sinn ráðist á sig í vitna viðurvist þegar hann var undir áhrifum áfengis á viðburði fyrirtækisins erlendis. Halldór segist hafa orðið vitni að annarri líkamsárás Róberts á sambærilegum viðburði. Halldór Kristmannson, framkvæmdastjóri hjá Alvogen og Alvotech.Aðsend „Þegar ég síðar nefndi þetta við Róbert sagðist hann hafa verið að grínast og við hefðum verið í kýlingaleik. Ég var beinlínis kýldur kaldur í andlitið án fyrirvara í vitna viðurvist. Mér var augljóslega ekki skemmt, og hef ekki orðið var við það almennt séð að forstjórar fari í kýlingaleiki við samstarfsmenn,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni. Morgunblaðið, sem sagði fyrst frá ásökunum Halldórs í morgun, segist hafa rætt við vitni að því að Róbert hafi ráðist á Halldór í París. Vitnið hafi staðfest lýsingu Halldórs. Alvogen rannsakaði Róbert en Halldór segir að niðurstöður þeirrar rannsóknar í síðustu viku hafi verið „augljós hvítþvottur undir áhrifum Róberts“. „Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja. Þetta hlýtur að vekja upp spurningar um hæfi hans sem stjórnanda. Hinsvegar [svo] vona ég að þessi fyrirtæki blómstri í framtíðinni, þannig að ég sem hluthafi, geti verið stoltur af framgangi þeirra,“ er haft eftir Halldóri í yfirlýsingunni.
Lyf Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Alvogen segir ásakanirnar ekki eiga sér neina stoð Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. 29. mars 2021 10:02