Nýi meistarinn vorkenndi áhorfendunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2021 12:31 Billy Horschel með bikarinn sem hann fékk fyrir sigurinn í heimsmótinu í holukeppni. AP/David J. Phillip Billy Horschel tryggði sér sigur í heimsmótinu í holukeppni í gær eftir sigur á Scottie Scheffler í úrslitaleiknum. Horschel var tveimur holum yfir á móti Scheffler eftir að þeir kláruðu sautjándu og næstsíðustu holu úrslitaleiksins. Úrslitin voru þar með ráðin. Horschel vann sex af sjö leikjum sínum í keppninni sem er lengsta golfmót ársins enda byrjuðu keppendur á miðvikudaginn. Horschel þurfti að klára 122 holur til að tryggja sér titilinn. Horschel náði þó bara einum fugli í úrslitaleiknum þegar hann vippaði í holuna á fimmtu af um tólf metra færi. The master of Match Play. Billy Horschel is your 2021 #DellMatchPlay Champion! pic.twitter.com/3CkZ8zyW8x— WGC-Dell Technologies Match Play (@DellMatchPlay) March 28, 2021 „Þetta var ekki fallegt,“ sagði Billy Horschel eftir að sigurinn var í höfn. „Ég vorkenni áhorfendunum að þurfa að horfa á þetta því það voru engin góð golfhögg eða mjög fá allavega. Þeir sáu aftur á móti mikið af losarabrag og pör voru oft að vinna holurnar,“ sagði Horschel. Billy Horschel er 34 ára gamall og hefur hæst komist í tólfta sæti heimslistans sem var í nóvember 2014. Hann varð FedEX bikarmeistari árið 2014 og hans besti árangur á risamóti var fjórða sæti á Opna bandaríska mótinu árið 2013. Breaking: Former Florida #Gators golfer Billy Horschel wins $1.8M at 2021 Dell Match Play, moving up 38 spots to No. 7 in FedEx Cup with first PGA Tour win since 2018. Story: https://t.co/EjLgME19qP— OnlyGators.com Florida Gators news (@onlygators) March 28, 2021 Billy Horschel kom inn í mótið í 32. sæti styrkleikalistans en náði að vinna sinn fyrsta einstaklingstitil í næstum því fjögur ár. Hann hafði aldrei áður komist í gegnum riðlakeppnina á heimsmótinu í holukeppni. „Þú veist aldrei hvenær þú ert að fara að vinna. Þú veist aldrei hvenær þinn tími mun koma,“ sagði Horschel. Horschel vann Victor Perez í undanúrslitunum en Scheffler vann Matt Kuchar i í undanúrslitaleik sínum eftir að hafa áður slegið út þá Ian Poulter og Jon Rahm. The birdie that sealed the deal. Billy Horschel gets the win over Victor Perez to advance to the first WGC-Match Play Championship of his career.pic.twitter.com/ogrT4LMItq— Golf Digest (@GolfDigest) March 28, 2021 Billy Horschel's career goals?To win a grand slam. pic.twitter.com/UywM6OExCL— GOLFTV (@GOLFTV) March 29, 2021 Golf Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira
Horschel var tveimur holum yfir á móti Scheffler eftir að þeir kláruðu sautjándu og næstsíðustu holu úrslitaleiksins. Úrslitin voru þar með ráðin. Horschel vann sex af sjö leikjum sínum í keppninni sem er lengsta golfmót ársins enda byrjuðu keppendur á miðvikudaginn. Horschel þurfti að klára 122 holur til að tryggja sér titilinn. Horschel náði þó bara einum fugli í úrslitaleiknum þegar hann vippaði í holuna á fimmtu af um tólf metra færi. The master of Match Play. Billy Horschel is your 2021 #DellMatchPlay Champion! pic.twitter.com/3CkZ8zyW8x— WGC-Dell Technologies Match Play (@DellMatchPlay) March 28, 2021 „Þetta var ekki fallegt,“ sagði Billy Horschel eftir að sigurinn var í höfn. „Ég vorkenni áhorfendunum að þurfa að horfa á þetta því það voru engin góð golfhögg eða mjög fá allavega. Þeir sáu aftur á móti mikið af losarabrag og pör voru oft að vinna holurnar,“ sagði Horschel. Billy Horschel er 34 ára gamall og hefur hæst komist í tólfta sæti heimslistans sem var í nóvember 2014. Hann varð FedEX bikarmeistari árið 2014 og hans besti árangur á risamóti var fjórða sæti á Opna bandaríska mótinu árið 2013. Breaking: Former Florida #Gators golfer Billy Horschel wins $1.8M at 2021 Dell Match Play, moving up 38 spots to No. 7 in FedEx Cup with first PGA Tour win since 2018. Story: https://t.co/EjLgME19qP— OnlyGators.com Florida Gators news (@onlygators) March 28, 2021 Billy Horschel kom inn í mótið í 32. sæti styrkleikalistans en náði að vinna sinn fyrsta einstaklingstitil í næstum því fjögur ár. Hann hafði aldrei áður komist í gegnum riðlakeppnina á heimsmótinu í holukeppni. „Þú veist aldrei hvenær þú ert að fara að vinna. Þú veist aldrei hvenær þinn tími mun koma,“ sagði Horschel. Horschel vann Victor Perez í undanúrslitunum en Scheffler vann Matt Kuchar i í undanúrslitaleik sínum eftir að hafa áður slegið út þá Ian Poulter og Jon Rahm. The birdie that sealed the deal. Billy Horschel gets the win over Victor Perez to advance to the first WGC-Match Play Championship of his career.pic.twitter.com/ogrT4LMItq— Golf Digest (@GolfDigest) March 28, 2021 Billy Horschel's career goals?To win a grand slam. pic.twitter.com/UywM6OExCL— GOLFTV (@GOLFTV) March 29, 2021
Golf Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur tveimur undir pari en spænski félaginn efstur Landsliðshóparnir valdir fyrir Evrópumótin í golfi Meistarinn bestur og hvítur Monster kveikti í Tómasi Embla Hrönn vann bráðabana og mætir Pamelu Tíu ára kylfingur fór holu í höggi á Íslandsmóti Tómas steinlá gegn þeim þýska PGA fær nýjan stjórnanda frá NFL deildinni Tómas fór illa með Frakkann Tómas í einvígi við Frakka en Logi úr leik í bráðabana Rauk út í apótek fyrir dóttur sína nóttina fyrir sigur á US Open Frá martraðarbyrjun í draumaendi með mögnuðu sigurpútti Mikil seinkun vegna rigningar Burns enn efstur og stefnir á sinn fyrsta „Var að hugsa hvort ég vildi spila í tvo daga til viðbótar“ Spaun steig ekki feilspor en stór nöfn í brasi Sjáðu Reed ná afar fágætum albatross með mögnuðu höggi Tannlæknir keppir á opna bandaríska Andrea flýgur upp listann en aftur var einu höggi ofaukið Gunnlaugur í sigurliði á sterkasta áhugamannamóti heims Gunnlaugur átti frábæran dag á Arnold Palmer Cup Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Var í góðum séns en missti af sæti á Opna bandaríska Heiðrún og Jóhannes unnu Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn „Lengi dreymt um að keppa við þá“ Sjóðheitur Scheffler tryggði titil sem aðeins Tiger hafði tekist að verja Sjá meira