Léttskýjað í öllum landshlutum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2021 07:17 Það ætti að viðra vel til útiveru í dag á öllu landinu, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Þrýstingur á landinu hefur hækkað nokkuð ört í nótt og er myndarleg hæð að byggjast upp yfir landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. „Líkt og gjarnan fylgir háum þrýsting þá mun loft flæða af miðhálendinu og niður í átt að sjávarmáli og því víðast hvar landátt, oft 3-10 m/s,“ segir í hugleiðingunum. Það er svo spáð léttskýjuðu veðri í öllum landshlutum og þá ætti sólin að vera nægilega hátt á lofti til þess að veita nokkurn yl. Hiti yfir daginn verður væntanlega á bilinu tvö til sex stig. Það verður því fremur gott veður í dag. Veðurhorfur á landinu: Breytileg átt, 3-10 m/s, yfirleitt léttskýjað og hiti í kringum frostmark en 2 til 5 stig syðst. Gengur í suðvestan 8-13 norðan- og austanlands í kvöld en lægir suðvestantil. Vestan og suðvestan 5-13 á morgun en 15-20 norðan- og norðvestanlands. Þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum undir kvöld en bjartviðri um austanvert landið. Hiti 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Vaxandi vestan- og suðvestanátt og hlýnar, 8-15 m/s og hiti 0 til 5 stig seinnipartinn. Léttskýjað en þykknar upp eftir hádegi vestanlands með lítilsháttar súld norðvestantil. Á fimmtudag (skírdagur): Vestan 5-13 m/s, skýjað og dálítil súld á Vestfjörðum og með norðurströndinni en annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn. Á föstudag (föstudagurinn langi): Hvöss vestan- eða suðvestanátt og súld eða rigning á vesturhelming landsins en þurrt og bjart veður eystra. Hiti 5 til 10 stig. Kólnar og fer að snjóa norðvestantil um kvöldið. Á laugardag: Vestan 10-18 m/s en snýst í norðan 10-18 uppúr hádegi. Él en styttir upp sunnanlands er líður á daginn. Ört kólnandi veður, talsvert frost um kvöldið. Á sunnudag (páskadagur): Útlit fyrir norðan hvassviðri með snjókomu eða él norðan- og austanlands en bjart með köflum suðvestantil. Áfram talsvert frost. Á mánudag (annar í páskum): Minnkandi norðanátt og ofankoma, víða léttskýjað um kvöldið. Kalt í veðri. Veður Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Sjá meira
„Líkt og gjarnan fylgir háum þrýsting þá mun loft flæða af miðhálendinu og niður í átt að sjávarmáli og því víðast hvar landátt, oft 3-10 m/s,“ segir í hugleiðingunum. Það er svo spáð léttskýjuðu veðri í öllum landshlutum og þá ætti sólin að vera nægilega hátt á lofti til þess að veita nokkurn yl. Hiti yfir daginn verður væntanlega á bilinu tvö til sex stig. Það verður því fremur gott veður í dag. Veðurhorfur á landinu: Breytileg átt, 3-10 m/s, yfirleitt léttskýjað og hiti í kringum frostmark en 2 til 5 stig syðst. Gengur í suðvestan 8-13 norðan- og austanlands í kvöld en lægir suðvestantil. Vestan og suðvestan 5-13 á morgun en 15-20 norðan- og norðvestanlands. Þykknar upp vestantil með súld eða lítilsháttar rigningu með köflum undir kvöld en bjartviðri um austanvert landið. Hiti 0 til 6 stig. Á miðvikudag: Vaxandi vestan- og suðvestanátt og hlýnar, 8-15 m/s og hiti 0 til 5 stig seinnipartinn. Léttskýjað en þykknar upp eftir hádegi vestanlands með lítilsháttar súld norðvestantil. Á fimmtudag (skírdagur): Vestan 5-13 m/s, skýjað og dálítil súld á Vestfjörðum og með norðurströndinni en annars þurrt. Hiti 2 til 8 stig yfir daginn. Á föstudag (föstudagurinn langi): Hvöss vestan- eða suðvestanátt og súld eða rigning á vesturhelming landsins en þurrt og bjart veður eystra. Hiti 5 til 10 stig. Kólnar og fer að snjóa norðvestantil um kvöldið. Á laugardag: Vestan 10-18 m/s en snýst í norðan 10-18 uppúr hádegi. Él en styttir upp sunnanlands er líður á daginn. Ört kólnandi veður, talsvert frost um kvöldið. Á sunnudag (páskadagur): Útlit fyrir norðan hvassviðri með snjókomu eða él norðan- og austanlands en bjart með köflum suðvestantil. Áfram talsvert frost. Á mánudag (annar í páskum): Minnkandi norðanátt og ofankoma, víða léttskýjað um kvöldið. Kalt í veðri.
Veður Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Fleiri fréttir Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Sjá meira