Masters-matseðill Johnson klár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 11:30 Dustin Johnson er ríkjandi meistari og fékk því að ákveða hvað væri á hinum margrómaða Masters-matseðli í ár. Rob Carr/Getty Images Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. Hvert ár hittast fyrrum sigurvegarar Masters-mótsins og borða mat sem sigurvegari ársins á undan hefur valið. Hefðin nær aftur til ársins 1952 þegar Ben Hogan stofnaði Meistara-matseðilinn. Var hann ætlaður fyrrum sigurvegurum og heiðursmeðlimum Clifford Roberts og Bobby Jones. Síðan þá hefur matseðillinn verið jafn fjölbreyttur og sigurvegarar mótsins. Tiger Woods bauð til að mynda upp á ostborga og mjólkurhristinga. Þá var til að mynda boðið upp á haggis – skoskt lostgæti – árið 1989. Tiger verður ekki með á mótinu í ár. 20 years after the famous Tiger Slam, Woods absence looms, but his legacy is undeniably present. #themasters pic.twitter.com/sz4kthxbqt— The Masters (@TheMasters) April 5, 2021 Eins og áður sagði hefur sigurvegari mótsins venjulega ár til að undirbúa matseðilinn. Dustin var þó lítið að stressa sig á því að hafa aðeins fjóra mánuði til að undirbúa sig. Undirbúningur hans fólst einungis í því að skrifa matseðilinn niður og nokkuð ljóst að Johnson var löngu búinn að ákveða hvað hann myndi bjóða upp á þegar hann myndi loks fá að velja Masters-matseðilinn. Matseðill Dustins Johnson er í hefðbundnari kantinum. Í forrétt er boðið upp á svín í teppum, humar og „corn fritters.“ Svo er salat hússins eða Ceasar-salat. Meðlæti er kartöflumús og grænmeti. Í aðalrétt er nautakjöt [filet mignon] og maríneraður hafbarri. Að lokum er ferskjubaka eða eplakaka með vanilluís. View this post on Instagram A post shared by Dustin Johnson (@djohnsonpga) Johnson sett met er hann vann Masters í nóvember á síðasta ári. Hann lék á 20 undir pari eftir að hafa farið fyrsta hring á 65 höggum, annan hring á 70 höggum, þriðja hring á 65 höggum og að lokum fjórða hring á 68 höggum. Masters-mótið í golfi hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hvert ár hittast fyrrum sigurvegarar Masters-mótsins og borða mat sem sigurvegari ársins á undan hefur valið. Hefðin nær aftur til ársins 1952 þegar Ben Hogan stofnaði Meistara-matseðilinn. Var hann ætlaður fyrrum sigurvegurum og heiðursmeðlimum Clifford Roberts og Bobby Jones. Síðan þá hefur matseðillinn verið jafn fjölbreyttur og sigurvegarar mótsins. Tiger Woods bauð til að mynda upp á ostborga og mjólkurhristinga. Þá var til að mynda boðið upp á haggis – skoskt lostgæti – árið 1989. Tiger verður ekki með á mótinu í ár. 20 years after the famous Tiger Slam, Woods absence looms, but his legacy is undeniably present. #themasters pic.twitter.com/sz4kthxbqt— The Masters (@TheMasters) April 5, 2021 Eins og áður sagði hefur sigurvegari mótsins venjulega ár til að undirbúa matseðilinn. Dustin var þó lítið að stressa sig á því að hafa aðeins fjóra mánuði til að undirbúa sig. Undirbúningur hans fólst einungis í því að skrifa matseðilinn niður og nokkuð ljóst að Johnson var löngu búinn að ákveða hvað hann myndi bjóða upp á þegar hann myndi loks fá að velja Masters-matseðilinn. Matseðill Dustins Johnson er í hefðbundnari kantinum. Í forrétt er boðið upp á svín í teppum, humar og „corn fritters.“ Svo er salat hússins eða Ceasar-salat. Meðlæti er kartöflumús og grænmeti. Í aðalrétt er nautakjöt [filet mignon] og maríneraður hafbarri. Að lokum er ferskjubaka eða eplakaka með vanilluís. View this post on Instagram A post shared by Dustin Johnson (@djohnsonpga) Johnson sett met er hann vann Masters í nóvember á síðasta ári. Hann lék á 20 undir pari eftir að hafa farið fyrsta hring á 65 höggum, annan hring á 70 höggum, þriðja hring á 65 höggum og að lokum fjórða hring á 68 höggum. Masters-mótið í golfi hefst á fimmtudag og verður sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira