Greiddu 2,4 milljarða króna fyrir Domino's á Íslandi Eiður Þór Árnason skrifar 7. apríl 2021 11:32 Domino's rekur 23 staði á Íslandi. Vísir/Vilhelm Íslenski fjárfestahópurinn sem hefur fest kaup á rekstri Domino’s á Íslandi greiddi hinu breska Domino‘s Group 2,4 milljarða króna fyrir skyndibitakeðjuna. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í London en Markaðurinn greinir frá þessu. Tilkynnt var í lok mars að hópur fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir hafi lokið kaupum á rekstrinum. Reiknað er með að salan gangi í gegn í maí. Samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, sem er í eigu Birgis, Kristni, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, Sjávarsýn í eigu Bjarna Ármannssonar og Lýsi, sem er meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s, Pizza Pizza ehf., í formlegt söluferli á síðasta ári. Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir gerði sömuleiðis tilraun til að kaupa reksturinn á Íslandi. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Tekjur Domino‘s á Íslandi námu 20,5 milljónum punda í fyrra, jafnvirði 3,7 milljarða króna miðað við þáverandi gengi. Rekstrarhagnaður var liðlega 100 milljónir en tekjur fyrirtækisins drógust saman um 17% á síðasta ári. Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09 CNBC gerir sér mat úr Domino's á Íslandi Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. 13. janúar 2020 10:50 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Domino's með fimmtung markaðarins Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. 3. janúar 2019 15:37 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar í London en Markaðurinn greinir frá þessu. Tilkynnt var í lok mars að hópur fjárfesta á Íslandi sem Birgir Bieltvedt fer fyrir hafi lokið kaupum á rekstrinum. Reiknað er með að salan gangi í gegn í maí. Samanstendur hópurinn af Eyju fjárfestingarfélagi, sem er í eigu Birgis, Kristni, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, Sjávarsýn í eigu Bjarna Ármannssonar og Lýsi, sem er meðal annars í eigu Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar og Katrínar Pétursdóttur. Samþykki Samkeppniseftirlitsins þarf fyrir sölunni. Domino’s Pizza Group plc í Bretlandi, setti íslenskt rekstrarfélag Domino’s, Pizza Pizza ehf., í formlegt söluferli á síðasta ári. Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fór fyrir gerði sömuleiðis tilraun til að kaupa reksturinn á Íslandi. Er þetta í þriðja sinn sem Birgir kemur inn í rekstur Domino‘s en hann kom að stofnun fyrirtækisins hér á landi á tíunda áratugnum. Árið 2005 seldi hann hlut sinn í fyrirtækinu en keypti það svo aftur árið 2011 af Landsbankanum sem hafði tekið fyrirtækið yfir vegna slæmrar skuldastöðu. Árin 2016 og 2017 keypti svo Domino‘s Group í Bretlandi fyrirtækið í tveimur skrefum af Birgi og öðrum hluthöfum. Tekjur Domino‘s á Íslandi námu 20,5 milljónum punda í fyrra, jafnvirði 3,7 milljarða króna miðað við þáverandi gengi. Rekstrarhagnaður var liðlega 100 milljónir en tekjur fyrirtækisins drógust saman um 17% á síðasta ári.
Veitingastaðir Tengdar fréttir Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09 CNBC gerir sér mat úr Domino's á Íslandi Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. 13. janúar 2020 10:50 Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01 Domino's með fimmtung markaðarins Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. 3. janúar 2019 15:37 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þórarinn Ævarsson vill kaupa Domino‘s Fjárfestahópur sem Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi og stofnandi pizzustaðarins Spaðans, fer fyrir er einn af þremur fjárfestahópum sem vilja kaupa rekstur Domino‘s á Íslandi af Domino‘s Pizza Group í Bretlandi. 13. janúar 2021 07:09
CNBC gerir sér mat úr Domino's á Íslandi Velgengni Domino's Pizza á Íslandi er í aðalhlutverki í nýrri umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNBC. 13. janúar 2020 10:50
Eigendur Domino's hyggjast yfirgefa Ísland Domino's Pizza Group, breska félagið sem rekur Domino's á Íslandi, hyggst selja rekstur sinn í löndum utan Bretlands, þar á meðal á Íslandi. 17. október 2019 11:01
Domino's með fimmtung markaðarins Domino's er með stærsta markaðshlutdeild á íslenska skyndibitamarkaðnum, ef marka má tölur sem unnar eru upp úr neyslugögnum frá fjártæknifyrirtækinu Meniga. 3. janúar 2019 15:37