PSG er með 3-2 forystu fyrir síðari leikinn gegn Bayern Munchen í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þrátt fyrir stórskotahríð Bæjara tókst þeim að tapa leiknum.
Það voru ekki liðnar nema rúmar tvær mínútur er PSG komst yfir. Neymar kom boltanum þá á Kylian Mbappe og Frakkinn þrumaði boltanum, nánast í gegnum Manuel Neuer, og í netið.
Á 28. mínútu var staðan orðinn 2-0. Eftir hornspyrnu vippaði Neymar boltanum aftur inn á teiginn, rangstöðugildra Bæjara klikkaði og varnarmaðurinn Marquinhos kom boltanum í netið.
Hann þurfti þó að fara af velli skömmu síðar vegna meiðsla eftir magnaða frammistöðu fyrsta hálftímans.
Marquinhos 7 clearances, 4 blocks and 1 goal in 28 minutes. absolutely outrageous.
— Muhammad Butt (@muhammadbutt) April 7, 2021
Eric Maxim Choupo-Moting kom til Bayern í sumar frá PSG og hann byrjaði í stað Robert Lewandowski sem var frá vegna meiðsla. Hann þakkaði traustið með marki á 37. mínútu.
PSG var 2-1 yfir í hálfleik en bæði lið fengu góð færi í upphafi síðari hálfleiks til að skora. Bæjarar fengu tvö en PSG eitt en markverðirnir voru vel á verði.
Keylor Navas' last two Champions League games:
— Squawka Football (@Squawka) April 7, 2021
◎ 9 saves vs. Barcelona
◉ 9 saves vs. Bayern
And he's still got 30 minutes to play tonight. 😅 pic.twitter.com/HDZQD6SGup
Heimamenn náðu að jafna metin eftir klukkutíma leik. Joshua Kimmich gaf þá frábæra aukaspyrnu inn á teiginn og þar var Thomas Muller mættur. Stangaði sá þýski boltann í netið og allt jafnt.
Kylian Mbappe hélt áfram í síðari hálfleik og hann skoraði þriðja mark PSG á 68. mínútu er hann skoraði með frábæru skoti á nærstöngina.
Bæjarar voru ekki hættir. Þeir fengu færi eftir færi til þess að jafna metin en allt kom fyrir ekki og lokatölur 2-3 sigur gestanna.
Samkvæmt Livescore átti Bayern 23 skot í átt að marki PSG en PSG skaut sex sinnum í átt að marki Bæjara og skoraði þrjú mörk.
Síðari leikur liðanna fer fram í París í næstu viku.