Johnson átti ágætis hring og stefndi í að hann myndi leika fyrsta hringinn á pari. Hins vegar fékk hann skramba á 18. og síðustu holu vallarins sem þýðir að hann kláraði hringinn á tveimur höggum yfir pari. Er Johnson sem stendur í 36. sæti ásamt öðrum kylfingum.
Augusta-völlurinn, þar sem mótið fer fram, er töluvert erfiðari viðureignar nú en þegar Johnson vann mótið í nóvember á síðasta ári. Mótinu var frestað vegna Covid-19 og náði Johnson besta árangri í sögu mótsins. Eftir fjóra hringi var hann samtals á 20 höggum undir pari en nú er sagan önnur þar sem völlurinn er í sínu hefðbundna ástandi.
Hideki Matsuyama og Brian Harman eru sem stendur efstir en þeir léku fyrsta hring á 69 höggum eða þremur höggum undir pari.
Nánar verður fjallað um mótið þegar fyrsta hring er endanlega lokið en margir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Þá er sýnt beint frá mótinu á Stöð 2 Golf.

Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.