Tiger vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 10:30 Tiger Woods er nú í endurhæfingu eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. getty/Mike Ehrmann Tiger Woods vissi ekki í hvaða ríki hann var eftir bílslysið sem hann lenti í febrúar. Þá fannst tómt lyfjaglas í bílnum hans. Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008. Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger slasaðist alvarlega í bílslysi í Kaliforníu 23. febrúar síðastliðinn. Lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að kylfingurinn hefði verið á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum. Samkvæmt upplýsingum USA Today var Tiger mjög ringlaður þegar hann var yfirheyrður á spítala í Los Angeles eftir bílslysið. Hann hélt meðal annars að hann væri staddur í Flórída. Þá kemur einnig fram að ekki hafi verið hægt að gefa Tiger verkjalyf strax eftir slysið þar sem blóðþrýstingur hans hafi verið of lágur. Tómt og ómerkt lyfjaglas fannst í bakpoka í bílnum en óvíst er hvert innihald þess var. Ekki er talið að Tiger hafi verið undir áhrifum áfengis eða vímuefna þegar slysið varð. Fyrir fjórum árum fór Tiger í meðferð eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt upplýsingum úr aksturstölvu bílsins keyrði Tiger beint áfram þar til hann greip aðeins í stýrið áður en bílinn valt út af veginum. Hann steig aldrei á bremsuna áður en hann ók út af en lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu telur að hann hafi stigið á rangan fetil. Tiger slasaðist illa á fæti í slysinu og óvissa ríkir með framtíð hans í golfinu. Hann hefur einnig glímt við erfið bakmeiðsli síðustu ár. Tiger, sem er 45 ára, vann Masters-mótið fyrir tveimur árum en það var fyrsti sigur hans á risamóti síðan 2008.
Golf Bílslys Tigers Woods Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira