Sjáðu Fleetwood skrá sig í Masters-sögubækurnar með því að fara holu í höggi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 11:30 The Masters - Round One AUGUSTA, GEORGIA - APRIL 08: Tommy Fleetwood of England walks to the on the 18th green during the first round of the Masters at Augusta National Golf Club on April 08, 2021 in Augusta, Georgia. (Photo by Mike Ehrmann/Getty Images) Enski kylfingurinn Tommy Fleetwood komst í fámennan hóp þegar hann fór holu í höggi á Masters-mótinu í gær. Fleetwood fór holu í höggi á 3. holu Augusta National vallarins. Rúmlega 155 metra langt upphafshögg hans fór beint ofan í holuna. Höggið má sjá hér fyrir neðan. ACE FOR TOMMY FLEETWOOD! pic.twitter.com/ueAoRCqHO0— CBS Sports (@CBSSports) April 8, 2021 Þetta er aðeins í 23. sinn sem kylfingur fer holu í höggi í 87 ára sögu Masters. Bryson DeChambeau og Justin Thomas voru síðastir til að ná þessum áfanga, á Masters fyrir tveimur árum. Þetta er annað mótið í röð þar sem Fleetwood fer holu í höggi. Hann gerði það einnig á Match Play Championship fyrir tveimur vikum. Fyrir utan holuna í höggi átti Fleetwood frekar erfitt uppdráttar á fyrsta degi Masters. Hann lék hringinn á tveimur höggum yfir pari. Landi hans, Justin Rose, er með fjögurra högga forystu á Brian Harman og Hideki Matsuyama. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Fleetwood fór holu í höggi á 3. holu Augusta National vallarins. Rúmlega 155 metra langt upphafshögg hans fór beint ofan í holuna. Höggið má sjá hér fyrir neðan. ACE FOR TOMMY FLEETWOOD! pic.twitter.com/ueAoRCqHO0— CBS Sports (@CBSSports) April 8, 2021 Þetta er aðeins í 23. sinn sem kylfingur fer holu í höggi í 87 ára sögu Masters. Bryson DeChambeau og Justin Thomas voru síðastir til að ná þessum áfanga, á Masters fyrir tveimur árum. Þetta er annað mótið í röð þar sem Fleetwood fer holu í höggi. Hann gerði það einnig á Match Play Championship fyrir tveimur vikum. Fyrir utan holuna í höggi átti Fleetwood frekar erfitt uppdráttar á fyrsta degi Masters. Hann lék hringinn á tveimur höggum yfir pari. Landi hans, Justin Rose, er með fjögurra högga forystu á Brian Harman og Hideki Matsuyama. Bein útsending frá öðrum degi Masters hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Golf. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira