Fyrstu fótboltaleikirnir ekki um helgina en fljótlega Sindri Sverrisson skrifar 13. apríl 2021 13:41 Valsmenn hefja titilvörn sína í Pepsi Max-deild karla væntanlega áður en þessi mánuður er á enda. vísir/hag Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ vinnur nú að tillögum fyrir stjórn sambandsins um það hvenær Íslandsmótið í fótbolta muni hefjast nú þegar ljóst er að íþróttabanni verður aflétt á fimmtudaginn. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að æfingar og keppni í íþróttum yrði heimiluð frá og með næsta fimmtudegi. Áhorfendur verða þó ekki leyfðir á íþróttaleikjum enn um sinn. Birkir segir að áætlanir fyrir allar aðrar deildir en Pepsi Max deild karla muni geta haldið sér fyrst að æfingar megi hefjist að nýju á fimmtudag. Keppni í Pepsi Max deild kvenna hefst til að mynda 4. maí svo að þar eru enn þrjár vikur til stefnu. Í Pepsi Max deild karla átti fyrsti leikur að vera á milli Vals og ÍA 22. apríl og heil umferð að fara fram þá helgi. Birkir segir að sér virðist sem að félögin í deildinni vilji að minnsta kosti tvær vikur til æfinga, frá og með afléttingu æfingabanns. Miðað við það er líklegt að Pepsi Max-deild karla hefjist 30. apríl eða þar um bil. Keppni í Mjólkurbikar kvenna ætti að geta farið af stað á tilsettum tíma, eða 26. apríl. Mjólkurbikar karla ætti að vera byrjaður því þar voru fyrstu leikir settir á 8. apríl. Birkir segir að félögin vilji að spilað verði í bikarnum mjög fljótlega en þó ekki strax um næstu helgi. Leikirnir í 1. umferð Mjólkurbikars karla verða því væntanlega fyrstu leikir sumarsins. Birkir mun leggja fram tillögur um dagsetningar fyrir stjórn KSÍ sem fundar á fimmtudaginn. Hún ákveður svo framhaldið. Það er einnig í höndum stjórnar að ákveða hvort að keppni í deildabikarnum (Lengjubikarnum), sem ekki er lokið, verði blásin af og eins hvort að efstu lið síðasta árs mætist í Meistarakeppni KSÍ. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mjólkurbikarinn KSÍ Lengjudeildin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að æfingar og keppni í íþróttum yrði heimiluð frá og með næsta fimmtudegi. Áhorfendur verða þó ekki leyfðir á íþróttaleikjum enn um sinn. Birkir segir að áætlanir fyrir allar aðrar deildir en Pepsi Max deild karla muni geta haldið sér fyrst að æfingar megi hefjist að nýju á fimmtudag. Keppni í Pepsi Max deild kvenna hefst til að mynda 4. maí svo að þar eru enn þrjár vikur til stefnu. Í Pepsi Max deild karla átti fyrsti leikur að vera á milli Vals og ÍA 22. apríl og heil umferð að fara fram þá helgi. Birkir segir að sér virðist sem að félögin í deildinni vilji að minnsta kosti tvær vikur til æfinga, frá og með afléttingu æfingabanns. Miðað við það er líklegt að Pepsi Max-deild karla hefjist 30. apríl eða þar um bil. Keppni í Mjólkurbikar kvenna ætti að geta farið af stað á tilsettum tíma, eða 26. apríl. Mjólkurbikar karla ætti að vera byrjaður því þar voru fyrstu leikir settir á 8. apríl. Birkir segir að félögin vilji að spilað verði í bikarnum mjög fljótlega en þó ekki strax um næstu helgi. Leikirnir í 1. umferð Mjólkurbikars karla verða því væntanlega fyrstu leikir sumarsins. Birkir mun leggja fram tillögur um dagsetningar fyrir stjórn KSÍ sem fundar á fimmtudaginn. Hún ákveður svo framhaldið. Það er einnig í höndum stjórnar að ákveða hvort að keppni í deildabikarnum (Lengjubikarnum), sem ekki er lokið, verði blásin af og eins hvort að efstu lið síðasta árs mætist í Meistarakeppni KSÍ.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mjólkurbikarinn KSÍ Lengjudeildin Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira