HSÍ vill byrja sem fyrst og furðar sig á gagnrýninni Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 14:01 FH vann Selfoss í einum af síðustu leikjunum áður en keppnisbann tók gildi á Íslandi 25. mars. vísir/hulda „Við viljum byrja. Við viljum fá handboltann í gang sem fyrst. Það eru okkar hagsmunir. En við viljum líka fara að vilja félaganna,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“ Olís-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Keppnisbanni í íþróttum á Íslandi, sem gilt hafði frá 25. mars, var aflétt í gær. Þó er næsta umferð í Olís-deild karla í handbolta ekki fyrr en 9. maí. Nokkrir leikmenn og þjálfarar hafa gagnrýnt þessa ákvörðun HSÍ harðlega, í fréttamiðlum og á samfélagsmiðlum, sem Róbert segir að hafi komið sér spánskt fyrir sjónir. HSÍ hélt nefnilega fund með formönnum íslenskra handboltafélaga í fyrrakvöld og þar talaði enginn, nema Róbert sjálfur, fyrir því að hefja keppni að nýju sem fyrst. „Mér virðist megingagnrýnin vera á það að Olís-deild karla hefjist ekki næsta fimmtudag. Við héldum formannafund í fyrradag þar sem við ræddum við hreyfinguna og lögðum fram okkar tillögu. Hún var sú að byrja næsta fimmtudag. Það lögðum við upp með í öllum deildum. Á formannafundinum kom gagnrýni á þetta frá nokkrum félögum sem sögðu okkur byrja allt of snemma. Þau vildu byrja síðar, með heilsu leikmanna að leiðarljósi. Það var enginn á fundinum sem talaði eða barðist fyrir því að byrja fyrr. Þarna voru formenn allra félaga,“ sagði Róbert við Vísi í dag. Nauðsynlegt að félögin komi vilja sínum á framfæri á fundum Það hafi því ekki verið annað í stöðunni fyrir HSÍ en að setja næstu umferð á 9. maí. Áður en að henni kemur fara þó fram frestaðir leikir á milli Gróttu og KA, og Fram og FH, 25. apríl. Enn á eftir að leika sjö umferðir í Olís-deild karla og er áætlað að keppni þar ljúki 3. júní. Þá tekur svo við úrslitakeppni. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, sagði þessa niðurstöðu galna. Olís deild karla fer aftur af stað 25.apríl með tveimur frestuðum leikjum. Hin átta liðin vilja ekki byrja spila fyrr en eftir landsleikjafrí. Nánar tiltekið 9. maí. Galið. Einar. #Handkastið— Arnar Daði Arnarsson (@arnardadi) April 15, 2021 „Stjórnsýsla okkar virkar þannig að það eru formenn félaganna sem eru í samtali við okkur varðandi svona ákvarðanatökur. Auðvitað eiga leikmenn og þjálfarar að hafa eitthvað um þetta að segja, en samskiptaleiðin verður að vera í gegnum formennina sem þeir eru í vinnu hjá. Ég veit ekki hvort þetta hefur verið mislestur hjá okkur eða hvað, en við fórum út af fundinum með þau skilaboð að við gætum ekki byrjað svona snemma. Það er auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fólk láti í té vilja sinn á þeim fundum sem við höldum. Ef það er bjargföst skoðun félaganna og vilji að byrja aftur næsta fimmtudag þá er það nákvæmlega það sem við lögðum upp með og vildum. Sá vilji kom ekki fram hjá félögunum á fundinum,“ sagði Róbert. 97% leikmanna eru sammála þessum skrifum, því get ég lofað. Algjörlega galið hjá @HSI_Iceland - kannski ræða við leikmenn ? Ákvörðunin er galin https://t.co/GPcNLKXUve via @Handbolti.is— Magnús Øder (@MagnusOder) April 16, 2021 Ekkert því til fyrirstöðu að næsta umferð verði 25. apríl En ef þeir sem kallað hafa eftir því að hefja keppni að nýju sem fyrst eru ekki hávær minnihluti, er þá mögulegt að breyting verði á? Að keppni í Olís-deild karla hefjist að fullu að nýju í þessum mánuði? „Við viljum fara eins nálægt vilja félaganna og við getum, en þau hafa auðvitað rosalega mismunandi hagsmuni svo ákvarðanatakan getur aldrei verið hjá þeim. En sé það vilji félaganna í Olís-deild karla að spila þessa frestuðu leiki næsta fimmtudag, og svo næstu umferð sunnudaginn 25. apríl, þá er ekkert því til fyrirstöðu hjá okkur. Það er sú tillaga sem við lögðum upp með. Þess vegna er ég svolítið hissa á að þessi harða gagnrýni komi fram, þegar þessi vilji kom aldrei fram á fundi okkar með hreyfingunni. Þetta kemur okkur því spánskt fyrir sjónir.“
Olís-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn