„Ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða“ Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 15:46 KA/Þór er á toppi Olís-deildar kvenna og á möguleika á að verða deildarmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda KA/Þór ætti ekki að þurfa að sitja uppi með aukinn kostnað vegna ferðalags í endurtekinn leik við Stjörnuna, segir Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ. Lokaumferðirnar í Olís-deild kvenna fara ekki fram fyrr en botn fæst í málið. Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“ Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær dóm þess efnis að endurtaka þyrfti leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta. Stjarnan kærði 27-26 sigur KA/Þórs eftir að í ljós kom að aukamarki hafði verið bætt við hjá KA/Þór í fyrri hálfleik. Mistökin urðu á ritaraborði þar sem störfuðu sjálfboðaliðar á vegum Stjörnunnar, þar sem leikurinn var í Garðabæ, og dómarar leiksins gerðu sér ekki grein fyrir mistökunum. Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sagði við Vísi í gær að Akureyringar könnuðu nú hvort hægt yrði að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ eða jafnvel almenna dómstóla. Sævar sagði ferðakostnaðinn við að fara aftur í Garðabæ nema á bilinu 200-300 þúsundum króna, og að meðtöldum lögfræðikostnaði kæmi málið til með að kosta KA/Þór á bilinu 800 þúsund til einnar milljónar króna hið minnsta. Róbert segir HSÍ vilja koma til móts við KA/Þór varðandi ferðakostnaðinn þó að ekkert sé kveðið á um slíkt í dómi áfrýjunardómstóls. „Já, vissulega. Það er eitthvað sem að er í skoðun og við ræðum um við KA/Þór. Það verður vonandi leyst,“ sagði Róbert við Vísi í dag. „Dómurinn sem slíkur stendur, frá sjálfstæðum dómstóli HSÍ, og ég ætla ekki að hafa neina skoðun á honum sem slíkum. En að mínu mati er ekki sanngjarnt að KA/Þór sitji uppi með fjárhagslegan skaða þar sem að félagið bar enga ábyrgð í þessu máli.“ Mótið ekki klárað fyrr en botn fæst í málið Ef KA/Þór fer með málið lengra er óvíst hvenær úrslit leiksins verða endanlega staðfest, eða leikurinn endurtekinn. Tvær umferðir eru eftir af Olís-deild kvenna og eiga þær að fara fram 1. og 8. maí. „Það er þá bara eitthvað sem að við tökum upp og skoðum þegar á reynir. Áfrýjunardómstóll HSÍ er endanlegt dómsvald innan handknattleikshreyfingarinnar og niðurstaða hans er komin,“ sagði Róbert. En verða síðustu tvær umferðirnar spilaðar 1. og 8. maí ef „draugamarksleikurinn“ stendur enn út af borðinu? „Ég á erfitt með að sjá það að við klárum mótið öðruvísi en að við fáum fyrst botn í þennan leik.“
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49 Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35 Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Stjarnan svarar fyrir sig: Sigur fyrir handboltann Handknattleiksdeild Stjörnunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu og segir dóm áfrýjunardómstóls HSÍ, um að leikur liðsins við KA/Þór skuli endurtekinn, vera sigur fyrir handboltaíþróttina. 15. apríl 2021 14:49
Íþróttinni ekki til heilla og aðför að landsbyggðinni „Takk fyrir þetta Stjarnan og HSÍ. Þetta er og verður handboltaíþróttinni ekki til heilla,“ segir í yfirlýsingu frá KA/Þór eftir að áfrýjunardómstóll HSÍ komst að þeirri niðurstöðu að endurtaka ætti leik liðsins við Stjörnuna. 15. apríl 2021 14:35
Draugamarksleikurinn verður endurtekinn Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins. 15. apríl 2021 12:00