Oddur skoraði fimm mörk þegar Kiel kíkti í heimsókn í dag. Weilstetten áttu þó við ofurefli að etja og 11 marka tap því staðreynd. Niclas Ekberg skoraði 12 mörk í liði gestanna sem tróna á toppi þýsku deildarinnar.
Alexander Petersson og Arnór Þór Gunnarsson mættust í Íslendingaslag þegar Bergischer heimsótti Flensburg. Arnór Þór skoraði þrjú mörk fyrir Bergischer, en Alexander stóð uppi sem sigurvegari. Lokatölur 29-22 og Flensburg fylgir fast á hæla Kiel í öðru sæti.
Gunnar Steinn Jónsson og félagar í Göppingen misstigu sig þegar þeir fengu Nordhorn-Lingen í heimsókn. Nordhorn í 18. sæti deildarinnar, en Göppingen í því fimmta. Göppingen bjargaði stigi á lokamínútunni, en lokatölur 26-26.
Gunnar Steinn komst ekki á blað og Janus Daði lék ekki með liðinu vegna meiðsla.