Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. apríl 2021 15:32 Ólafur Adolfsson var varnarmaður í gullaldarliði Skagamanna í knattspyrnu á tíunda áratugnum. Í seinni tíð hefur hann verið áberandi í lyfjabransanum og í pólitík fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Lyfjaverslunin Reykjavíkur Apótek hefur verið rekin við Seljaveg í Reykjavík frá árinu 2009. Hún var stofnuð af lyfjafræðingnum Ólafi Adolfssyni sem kaupir nú aftur 90 prósenta hlut apóteksins sem seldur var til Haga árið 2019. „Ég er mjög glaður með kaupin og við hjá Reykjavíkur Apóteki hlökkum til að þjónusta áfram okkar tryggu viðskiptavini, sem margir hverjir hafa fylgt okkur allt frá stofnun félagsins. Samkeppni er hörð á smásölumarkaði lyfja og þá er gott að hafa reynslumikið starfsfólk sem þekkir mikilvægi góðrar þjónustu og það kunna viðskiptavinir okkar sannarlega vel að meta" segir Ólafur. „Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli og ég hef notið samstarfsins með Högum en hlakka þó til að einbeita mér aftur að kjarnastarfseminni hér á Seljaveginum.“ Í mars 2019 keyptu Hagar 90% hlut í Reykjavíkur Apóteki með það að markmiði að opna fleiri lyfjaverslanir undir vörumerki apóteksins. Tæpu ári síðar, í febrúar 2020, opnuðu Hagar svo nýja verslun undir merkjum Reykjavíkur Apóteks í Skeifunni. Í október sama ár ákváðu Hagar svo að hætta rekstri lyfjaverslana og einbeita sér að kjarnarekstri og voru verslanir Reykjavíkur Apóteks í Skeifunni og við Seljaveg settar í söluferli. Því söluferli er nú lokið og er niðurstaðan sú að vörumerki Reykjavíkur Apóteks og rekstur verslunarinnar við Seljaveg eru keypt aftur af Ólafi. Hann er sem fyrr segi stofnandi Reykjavíkur Apóteks og var jafnframt meðeigandi Haga að félaginu. Rekstur lyfjaverslunarinnar í Skeifunni var seldur til Lyfju eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag. Lyf Samkeppnismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
„Ég er mjög glaður með kaupin og við hjá Reykjavíkur Apóteki hlökkum til að þjónusta áfram okkar tryggu viðskiptavini, sem margir hverjir hafa fylgt okkur allt frá stofnun félagsins. Samkeppni er hörð á smásölumarkaði lyfja og þá er gott að hafa reynslumikið starfsfólk sem þekkir mikilvægi góðrar þjónustu og það kunna viðskiptavinir okkar sannarlega vel að meta" segir Ólafur. „Þetta hefur verið lærdómsríkt ferli og ég hef notið samstarfsins með Högum en hlakka þó til að einbeita mér aftur að kjarnastarfseminni hér á Seljaveginum.“ Í mars 2019 keyptu Hagar 90% hlut í Reykjavíkur Apóteki með það að markmiði að opna fleiri lyfjaverslanir undir vörumerki apóteksins. Tæpu ári síðar, í febrúar 2020, opnuðu Hagar svo nýja verslun undir merkjum Reykjavíkur Apóteks í Skeifunni. Í október sama ár ákváðu Hagar svo að hætta rekstri lyfjaverslana og einbeita sér að kjarnarekstri og voru verslanir Reykjavíkur Apóteks í Skeifunni og við Seljaveg settar í söluferli. Því söluferli er nú lokið og er niðurstaðan sú að vörumerki Reykjavíkur Apóteks og rekstur verslunarinnar við Seljaveg eru keypt aftur af Ólafi. Hann er sem fyrr segi stofnandi Reykjavíkur Apóteks og var jafnframt meðeigandi Haga að félaginu. Rekstur lyfjaverslunarinnar í Skeifunni var seldur til Lyfju eins og greint var frá á Vísi fyrr í dag.
Lyf Samkeppnismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira