Griezmann skaut Barcelona að hlið Real Madrid 25. apríl 2021 16:05 Griezmann heldur Barcelona svo sannarlega inni í toppbaráttunni. Getty Images/Aitor Alcalde Antoine Griezmann var hetja Barcelona er liðið vann 2-1 sigur á Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið komst að hlið erkifjenda sinna, Real Madrid, í töflunni og sækir að toppsætinu. Real Madrid missteig sig gegn Real Betis í gærkvöld þar sem liðin skildu jöfn, 0-0. Í ljósi þeirra úrslita gat Barcelona jafnað Real að stigum með sigri á Villarreal í dag. Það var þó Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze sem komst fyrstur á blað er hann kom þeim gulklæddu í forystu á 26. Mínútu leiksins. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði hins vegar Frakkinn Antoine Griezmann fyrir Barcelona og hann bætti öðru marki við sjö mínútum síðar, á 35. Mínútu. 2-1 stóð í hléi, og raunar allt til loka og urðu það úrslit leiksins, Barcelona í vil. Villarreal léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Manuel Trigueros fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Lionel Messi. Messi gat þó haldið leik áfram og lék allt til loka. Sigurinn þýðir að Barcelona er með 71 stig í þriðja sæti, sama stigafjölda og Real Madrid, en þeir síðarnefndu hafa leikið einum leik fleira. Atlético Madrid er með 73 stig í efsta sætinu en getur aukið bilið, sigri liðið Athletic Bilbao í kvöld. Spænski boltinn
Antoine Griezmann var hetja Barcelona er liðið vann 2-1 sigur á Villarreal í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Liðið komst að hlið erkifjenda sinna, Real Madrid, í töflunni og sækir að toppsætinu. Real Madrid missteig sig gegn Real Betis í gærkvöld þar sem liðin skildu jöfn, 0-0. Í ljósi þeirra úrslita gat Barcelona jafnað Real að stigum með sigri á Villarreal í dag. Það var þó Nígeríumaðurinn Samuel Chukwueze sem komst fyrstur á blað er hann kom þeim gulklæddu í forystu á 26. Mínútu leiksins. Aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði hins vegar Frakkinn Antoine Griezmann fyrir Barcelona og hann bætti öðru marki við sjö mínútum síðar, á 35. Mínútu. 2-1 stóð í hléi, og raunar allt til loka og urðu það úrslit leiksins, Barcelona í vil. Villarreal léku manni færri síðasta hálftímann eftir að Manuel Trigueros fékk að líta beint rautt spjald fyrir ljótt brot á Lionel Messi. Messi gat þó haldið leik áfram og lék allt til loka. Sigurinn þýðir að Barcelona er með 71 stig í þriðja sæti, sama stigafjölda og Real Madrid, en þeir síðarnefndu hafa leikið einum leik fleira. Atlético Madrid er með 73 stig í efsta sætinu en getur aukið bilið, sigri liðið Athletic Bilbao í kvöld.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti